Af hverju viljum við minni verðbólgu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. mars 2021 08:00 Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Verðlag Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Það er ekkert nýtt að verðbólga aukist annað slagið og hjaðni þess á milli en hvað skýrir þessar hreyfingar og hvaða áhrif koma þær til með að hafa á heimilin í landinu? Helstu hreyfingar Leyfum okkur að skipta þróun verðbólgunnar frá hruni í fjögur aðskilin tímabil: 1. Að langstærstum hluta má rekja afar háar verðbólgutölur í kjölfar hrunsins til veikingar krónunnar. Verðbólgan hjaðnaði þó nokkuð ört fram til ársins 2014 2. Árin 2014 og fram á mitt ár 2018 var verðbólgan um eða undir 2,5% markmiði Seðlabankans. Var þetta tímabil óvenju mikils verðstöðugleika, sem áður hafði tæplega sést hér á landi. 3. Í kring um fall WOW air og bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu, veiktist krónan og jókst verðbólgan tímabundið en var aftur komin niður fyrir markmið um áramótin 2020. 4. Kórónukreppunni fylgdi nokkur veiking krónunnar að nýju og sú aukning verðbólgu sem stendur nú væntanlega sem hæst. Ætla má að sveiflur í gengi krónunnar vegi þyngst í verðbólgunni þessi dægrin og hafa staða og horfur í ferðaþjónustunni þar væntanlega mest að segja. Nái greinin vopnum sínum þegar lengra líður á þetta ár eins og vonast er til fáum við hingað til lands ferðamenn með vasa fulla af gjaldeyri sem styðja munu duglega við litla gjaldmiðilinn okkar og jafnvel styrkja hann nokkuð. Sterkari króna mun að öðru óbreyttu draga úr verðbólgu og er til mikils að vinna að svo verði. Að þakka krónunni eða kenna að fullu um sveiflur í verðbólgu er þó full mikil einföldun. Launahækkanir um áramót virðast til að mynda hafa hækkað vöruverð nokkuð, meðal annars í matvöruverslunum. Íbúðaverð vegur þungt í vísitölu neysluverðs og hefur verið á nokkru skriði að undanförnu. Þá hefur olíu- og bensínverð rokið upp, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Miklar sveiflur í verðlagi og verðbólga umfram það sem eðlilegt þykir hefur hvort tveggja neikvæð áhrif á fjárhag heimilanna. Viðvarandi verðbólga étur upp eigið fé í íbúðarhúsnæði þeirra sem eru með verðtryggð lán, sem enn eru um 2/3 hluti íbúðalána hér á landi. Takist okkur að draga úr henni verður það til þess að við fáum meira fyrir launin okkar og afborganir verðtryggðra lána vega þyngra en ella. Áhrif stöðugs verðlags á heimilin Við vonumst til að dragi úr verðbólgu þegar líður á árið og spáum við í Greiningu Íslandsbanka að hún verði í námunda við 2,5% markmið Seðlabankans um áramót. Byggir sú spá á að um 700.000 ferðamenn sæki landið heim á árinu. Eins og áður segir getur ýmislegt haft áhrif á verðlag og ekki dugar eingöngu að fjölga hér ferðalöngum til að markmið náist. Þó vel takist til er auk þess takmarkað að hversu miklu leyti má hemja verðbólgu og höfum við Íslendingar til dæmis lítið um heimsmarkaðsverð á olíu að segja. En það er mikilvægt að þróunin verði í rétta átt og að hér dragi úr verðbólgu, hvernig svo sem tilteknir áfangar í þeirri lækkun raðast í dagatalið. Við skulum ekki gleyma því hve vel tókst að ná verðbólgunni niður um miðjan síðasta áratug og hvaða áhrif það hafði að halda henni við verðbólgumarkmið. Seðlabankinn treysti sér til að lækka vexti sem varð til þess að almenningur hafði raunhæfan kost á að taka óverðtryggð lán, í fyrsta sinn hér á landi og kaupmáttur jókst til muna. Ein mesta efnahagslega gæfa sem við gætum borið eftir að Kórónukreppunni lýkur er að verðbólgan hafi eingöngu aukist tímabundið og leitað fljótlega aftur í fyrri gildi. Styrkist þá enn frekar trú á að Seðlabankinn hafi góða stjórn á því hlutverki sínu að halda verðbólgunni í skefjum, hér verða áfram aðstæður fyrir lægri vexti en áður hafa boðist á landinu, verðvitund okkar verður almennt betri vegna stöðugra verðlags og mögulegt verður að gera áætlanir til lengri tíma. Það væri heldur betur kærkomið. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar