„Já, þetta kom mér aðeins á óvart“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 22:48 Ríkisútvarpið var vart búið að birta frétt sem byggði á viðtali við Benedikt í kvöldfréttum, þar sem hann sagðist flest benda til þess að ekki færi að gjósa að kvikan fór að leita uppá við. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur gerði því skóna í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að ekki myndi gjósa en kvikan fór ekki eftir því. „Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Já, það bendir allt til þess að það sé farið að gjósa,“ segir Benedikt í samtali við Vísi nú í kvöld. Og segir þetta til marks um hversu mikil ólíkindaskepna kvikan sé. Benedikt segir að þetta sé eins og Páll Einarsson hafi varað við. Og svona hafi þetta verið í Kröflu á sínum tíma. Menn voru farnir að slá mögulegt gos af þar en þar hafði skjálftavirkni verið viðvarandi í mörg ár. „Já þetta hagar sér aðeins öðruvísi nú en að einhverju leyti eins. Eins og hægi á skjálftavirkni áður en gosið byrjar,“ segir Benedikt. En þetta hefur þá komið þér í opna skjöldu? „Já, þetta kom mér aðeins á óvart. En þannig leit þetta út á öllum mælitækjum að þetta sé í rénun og lítur reyndar enn út þannig. Mjög lítil virkni er, einhver órói en ekkert sem æpir á mann. Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu, nema bara bjarminn. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist svona.“ Heldur óheppleg framsetning á fréttum á vef Ríkisútvarpsins. Benedikt segir að menn verði bara að fá að gera grín að þessu. Þannig liggur fyrir að erfitt er að ráða í hvað verður. Gárungarnir hafa það í flimtingum að heldur óheppileg séu ummæli Benedikts í kvöldfréttum í svari við spurningunni um að líkur á gosi fari minnkandi með hverjum deginum? „Já ég myndi segja það, ég á ekkert von á gosi á næstunni miðað við hvernig þróunin er núna,“ sagði Benedikt. Næsta frétt fyrir ofan þá frétt á vef Ríkisútvarpsins er svo: Farið að gjósa! „Já, menn verða bara að gera grín að þessu. En við horfðum bara á okkar mælitæki og þetta er það sem þau voru að segja okkur í dag. En við bara lærum af þessu. En, já, þetta kom á óvart að þetta skyldi byrja núna.“ Benedikt segir spurður að flestir virðist vera ánægðir með að loks hafi byrjað að gjósa. Það hafi orðið vart vonbrigða þegar fór að draga úr þessu en það stafar enginn sérstök hætta að gosi í Fagradalsfjalli, svo fjarri mannabyggð er það.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira