„Það er engin bráðahætta í gangi“ Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. mars 2021 00:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í Skógarhlíð. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. „Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira