Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. mars 2021 11:50 Eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi í gær. Aukinn kraftur var á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Villi Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira