Gossvæðið í Geldingadal opið almenningi í dag: Eldgosið skipulagt sem langtímaverkefni hjá lögreglu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. mars 2021 11:50 Eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi í gær. Aukinn kraftur var á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Villi Gossvæðið í Geldingadal verður opið almenningi í dag. Lögreglan á Suðurnesjum býst við fjölmenni á gosstöðvarnar og horft er á verkefnið til lengri tíma. Skipulag yfirvalda snýr að því að tryggja öryggi á svæðinu. Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Krafturinn í eldgosinu í Geldingadal jókst þegar leið á kvöldið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ný sprunga hafi ekki opnast á svæðinu né nýr gígur. Svo virðist sem hraunrennslið í minni gíg hafi orðið kröftugra og spurning hvort það hafi sameinast við stóra gíginn. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir veðrið á svæðinu í gott og að svæðið verði opið almenningi i dag. „Það er suðvestanátt. Þá stendur vindurinn undan gönguleiðinni. Þannig að það lítur bara ágætlega út,“ segir Hjálmar. Gönguhópum var hleypt inn á svæðið klukkan 11 í morgun.Vísir/Villi Mikill áhugi er fyrir eldgosinu og líklegt að hundruð ef ekki þúsundir hafi heimsótt Geldingadal í gær og búist er við ásóknin verði svipuð áfram. Ekki er búið að skipuleggja umferð ökutækja á svæðinu umfram það sem var í gær. „Við erum með það í vinnslu. Við erum með ákveðnar tillögur hérna sem síðan þarf að taka ákvörðun um. Það er ekki einfalt að gera þetta vegna þess að við erum að hugsa um hópferðabifreiðar til þess að fara að þannig að allir hafi sem stystu gönguleið að gosstöðvunum. Í ofan á lag að þá er COVID og þetta er flókin samsetning að raða þessu öllu saman þannig að allt sé í lagi,“ segir Hjálmar. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa haft í nægu að snúast á gossvæðinu síðustu daga.Vísir/Jóhann K. Hjálmar segir að unnið er að framtíðar skipulagi og horft sé orðið á gosið sem langtímaverkefni. „Við erum svona fyrst og fremst að reyna að ná utan um verkefnið en við þurfum að horfa til framtíðar. Það sem við erum að reyna að tryggja er að allir þessi sem vilja sjá og vilja koma fari öruggustu leiðina. Ekki hér og þar og við erum að ná utan um þetta. Við erum farin að hugsa þetta miklu lengra. Það þarf að gera ráð fyrir allskonar hlutum þegar svona margir vilja koma. Helgin er fram undan og svo eru páskarnir líka þannig að við erum á fullu við undirbúning,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira