Gossvæðinu lokað í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 21:38 Björgunarsveitarmenn við störf á gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum. Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15