Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 21:58 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því eldgos hófst í Geldingadölum á föstudag. Sumir hafa tekið ferfætta vini með sér. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín. Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira