Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. STÖÐ2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32