Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. STÖÐ2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32