Hvernig fjöllum við um barnavernd og starfsumhverfi barnaverndarstarfsmanna? Sigrún Þórarinsdóttir skrifar 29. mars 2021 09:01 Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræða um barnavernd og málefni barna hefur sjaldan verið meiri en nú. Því má þakka mörgum aðilum og ekki síst þeim metnaðarfullu áætlunum sem stjórnvöld hafa nú uppi með markvissum og stórefldum aðgerðum til þess að samþætta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Breytingar eru fyrirhugaðar á núgildandi barnaverndarlögum og verður spennandi að taka þátt í þeirri vinnu þar sem velferð barna skal höfð í forgrunni. Hinsvegar er það svo að starfsfólk barnaverndar, sem er einn viðkvæmasti og flóknasti málaflokkurinn innan velferðarþjónustunnar, fær afar sjaldan tækifæri til þess að vekja athygli á málaflokknum á almennum nótum; hversu margslunginn, flókinn og viðkvæmur hann er og hvað þá síður tækifæri til þess að upplýsa og kynna það mikilvæga starf og starfsumhverfi sem félagsráðgjafar í barnavernd en ekki síður, margar aðrar fagstéttir koma að. Af hverju ætli það sé? Af hverju er umfjöllun um barnavernd gjarnan einhliða, í æsifréttamennskustíl og því miður uppfull af rangfærslum sem einkennast af augljósum skorti þess sem um málaflokkinn fjallar, til þess að kynna sér vel, og minna sig á um hvað barnaverndin snýst? Barnavernd snýst um Vernd barna. Starfsmenn og stjórnendur barnaverndanefnda sveitarfélaga landsins geta eðli málsins skv. aldrei tjáð sig um einstaka mál. Ekki frekar en starfsfólk í leik- og grunnskólum, innan heilbrigðiskerfisins, löggæslu og svo mætti lengi telja. En við sjáum svo sannarlega umfjöllun á þeim sviðum nánast daglega þar sem starfsfólk sem best þekkir til hverju sinni, er duglegt að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í sínum málaflokki. Það sama þarf að gilda um barnaverndina. Þegar greinaskrif blasa svo við fagmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í barnavernd þar sem alvarlega er vegið að starfsheiðri, menntun og tilgangi fólks með störfum sínum, þarf að bregðast við því það er ábyrgðarhluti þeirra sem starfa innan barnaverndar að leiðrétta rangfærslur. Því fagna ég af heilum hug snörum viðbrögðum Félagsráðgjafafélags Íslands með mjög góðri grein formanns félagsins sem birtist þann 27. mars. sl. sem minnir réttilega á, að starfsmenn barnaverndarnefndar sveitarfélaganna og félagsráðgjafar, hafa þeim skyldum að gegna fyrst og fremst að vera málsvarar barna sem búa við óviðunandi uppeldisskilyrði sem gjarnan eru til komin vegna fíknivanda forsjáraðila, ofbeldis eða annars konar vanrækslu. Sem félagsráðgjafi og barnaverndarstarfsmaður til margra ára og þess heldur aðili sem þekkir vel til vanda einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóm, þá frábið ég mér fyrir hönd barnaverndarstarfsfólks þessa lands þann óvandaða málflutning sem viðhafður var í grein um störf barnaverndar þann 26. mars sl. Þess heldur skora ég á að alla að kynna sér störf og sérþekkingu félagsráðgjafa á barnavernd líkt og formaður Félagsráðgjafafélagsins greinir svo vel frá, og hvetja til aukinnar umræðu um málaflokkinn því ég efast um að almenningur geri sér grein fyrir umfangi og þeim fjölda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Ennfremur er mikilvægt að vekja athygli á því starfsumhverfi sem hið ómetanlega og dýrmæta starfsfólk barnaverndar, býr við þar sem jafnvel fjölskyldur starfsmanna eru í mörgum tilvikum berskjaldaðar gagnvart hótunum og áreiti svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Þar sem starfsmenn búa við þá ógn í starfi að geta átt hættu á líkamsárásum og þurfa að óttast um eigið öryggi á meðan þeir vinna af heilum hug að því að tryggja öryggi barna sem eiga sér ekki annan málsvara. Þar sem starfsfólk er að brenna upp í starfi vegna álags sem bæði er tilkomið vegna málafjölda og hversu fjandsamlegt starfsumhverfið er orðið. Árlega er haldið upp á 112 daginn og í ár var dagurinn tileinkaður umfjöllun um málefni barna og barnavernd sem var löngu tímabært. Umfjöllunin var mjög vönduð og viðtöl voru við ýmsa sérfræðinga og stjórnendur í barnavernd. Sú vandaða umfjöllun féll því miður í skuggann af æsifréttamennsku sem var í gangi á sama tíma. Hversu dásamlegt væri það nú að geta opnað fjölmiðla einn daginn og séð reglulega vandaðar umfjallanir þar sem markmiðið er að fræða, skapa umræðu og kynna fyrir fólki það ómetanlega starf sem unnið er innan barnaverndar allan sólarhringinn um allt land. Höfundur er félagsráðgjafi og skrifstofustjóri ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar