Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 08:51 Áhuginn á eldsumbrotum í Geldingadölum er mikill. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. „Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51