Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið eru svo á sínum stað. Noregur er í A-riðli ásamt Angóla, Suður-Kóreu, Svartfjallalandi, Hollandi og Japan.
Báðir riðlar karlamegin eru ógnarsterkir en færa má rök fyrir því að lærisveinar Alfreðs séu í erfiðari riðlinum. Ásamt Þýskalandi eru Argentína, Spánn, Frakkland, Noregur og Brasilía í A-riðli.
Í B-riðli eru Barein, Japan, Egyptaland, Portúgal, Svíþjóð og heimsmeistarar Danmerkur.
Alls verða fjórir íslenskir þjálfarar í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Tókýó í Japan í sumar.