Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögregla hafði í nógu að snúast í nótt ef marka má færslur dagbókarinnar.
Annar maður var handtekinn fyrir líkamsárás í Hafnarfirði eftir að hafa ráðist á leigubílstjóra. Maðurinn er sagður hafa verið í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku.
Þá var nokkuð um umferðaróhöpp í gærkvöldi og í nótt, en einn ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar eftir að hafa ekið á vegrið í póstnúmeri 108. Bíll ökumannsins var fluttur af vettvangi með kranabifreið. Í Garðabæ varð árekstur tveggja bíla og voru báðir óökufærir eftir áreksturinn en ökumenn sluppu ómeiddir.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Kópavogi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, og reyndist annar hafa verið sviptur ökuréttindum. Þá var brotist inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið.
Í Grafarvogi varð svo óhapp þegar páskalamb var of lengi í ofninum. Reykræsta þurfti íbúðina í kjölfarið.