Innlent

Ákveða á morgun hvort gossvæðið verði opið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tekin verður ákvörðun á morgun um hvort svæðið verður opið.
Tekin verður ákvörðun á morgun um hvort svæðið verður opið. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar sem staðið hafa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðustu daga munu koma saman á stöðufundi á morgun. Þá verður ákveðið hvort svæðið verður opnað aftur, en því var lokað í gær eftir að nýjar sprungur opnuðust suðaustur af upphaflega gosstaðnum.

„Það verður rætt á stöðufundi í fyrramálið á meðan dagurinn í dag og kvöldið verða notuð til að meta ástandið,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við fréttastofu.

Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að gossvæðið sé ekki hættulaust.

„Það er ekki útilokað að það gerist sem gerðist í dag, það opnast sprungur. Síðan er gasmengunin númer tvö og það þriðja er svo veður og aðrar aðstæður á gönguleiðinni. Þetta er hættusvæði,“ segir Gunnar sem treysti sér ekki til að leggja mat á hvort líklegt væri að svæðið yrði opnað á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×