Ráðherra hleypur apríl Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. apríl 2021 07:31 Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitt af mörgum skýrum stefnumálum Viðreisnar. Ég er einn af þeim sem myndi ganga svo langt að segja að hún væri einn af burðarásum í stefnu flokksins og ein af grundvallarástæðum þess að Viðreisn varð til og mun vera til um ókomna framtíð. Aðild að Evrópusambandinu snýst um margt. Í mínum huga snýst hún fyrst og fremst um hugsjónir og viðhorf til náinnar samvinnu þjóða Evrópu til að haldi uppi friði og hagsæld í álfunni og um leið að láta gott af sér leiða í heimsmálunum. Með hverju árinu sem líður verður mér ljósara hve mikilvægt það er fyrir Ísland að leggja sitt lóð á vogarskálar evrópskrar samvinnu, taka þátt og njóta um leið þess ávinnings sem aðild að sterku Evrópusambandi hefur í för með sér. Verkefni nútímans og framtíðarinnar krefjast þess einfaldlega að við sitjum ekki hjá heldur setjumst til borðs með þeim 27 fullvalda og sjálfstæðu ríkjum sem hafa ráðist í það mikla og erfiða verkefni að vinna þétt saman. Viðfangsefnin eru ærin, umhverfismál, heilbrigðismál, jafnréttismál og efnahagsmál svo eitthvað sé nefnt, en síðast en ekki síst að halda friðinn. Evrópusambandið er ekki fullkomið. Þar er tekist á og stundum virkar það svifaseint og ekki nógu afgerandi. Það á sér skýringar af ýmsu tagi, ekki síst þær að Evrópusambandið er í eðli sínu samstarfsverkefni um markmið sem 27 þjóðir verða að koma sér saman um. Þrátt fyrir þetta sýnir og sannar saga Evrópusambandsins að árangur þess er mikill og hefur haft víðtæk áhrif, bæði innan og utan álfunnar. Margs af því njótum við með EES samningnum sem við höfum átt farsæla aðild að í rúm 25 ár. Nú er hins vegar kominn tími til að halda áfram og setjast að því borði þar sem ákvarðanir eru mótaðar og teknar. Við verðum að hætta að hugsa eins og þiggjendur og verða virkir þátttakendur og gerendur innan Evrópusambandsins. Þess vegna lagði þingflokkur Viðreisnar fram tvö þingmál þann 31. mars, annars vegar þingsályktun um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og hins vegar um viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir. Utanríkisráðherra rak greinilega í rogastans þegar hann sá þessi þingmál Viðreisnar. Varnarviðbrögð hans eru kunnugleg og koma því ekki á óvart þegar þau birtast í Morgunblaðinu. Í fyrsta lagi ýjar hann að því að Viðreisn sé á móti EES-samningnum og grafi markvisst undan honum. Þetta er auðvitað fjarri sannleikanum og það veit ráðherrann mætavel. Í öðru lagi ver hann stærstum hluta greinar sinnar í að sýna listir sínar í prósentureikningi og telur að þar sanni hann í eitt skipti fyrir öll að EES-samningurinn hafi hér minniháttar áhrif miðað við aðild að ESB. Þetta er líka þrautreynt stílbragð sem ráðherra sækir í smiðju ritstjóra Morgunblaðsins sem fyrir margt löngu var líka ráðherra. Með þessu reynir utanríkisráðherra að drepa málum á dreif og þyrla ryki í augu lesenda. Það tekst honum auðvitað ekki. EES-samningurinn er góður samningur. Viðreisn vill einfaldlega stíga stærri skref og varðveita hagsmuni Íslands enn betur með aðild að Evrópusambandinu. Þar til það gerist verður að standa vörð um EES-samninginn og nýta alla þá kosti og möguleika sem hann býður. Munurinn á EES-samningnum og ESB-aðild verður ekki metinn með reiknikúnstum. Þær segja engum neitt um þýðingu og áhrif þess sem að baki býr. Sérstaklega þegar forsendur útreikninganna eru umdeildar. Munurinn verður metinn heildstætt á grundvelli hagsmuna Íslendinga af því að sitja við borðið með öðrum fullvalda ríkjum. Það eina sem er rétt hjá ráðherranum er að enginn hljóp apríl. Við í Viðreisn erum stolt af okkar stefnu og ekki feimin við að halda henni á lofti og fylgja henni eftir hvar sem tækifæri gefst. Það er ástæða til að þakka utanríkisráðherra fyrir að vekja athygli á tillögum okkar í Viðreisn þó hann mætti hafa valið til þess víðlesnari miðil. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun