Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 11:22 Þórólfur vinnur í tillögum sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Sjá meira
Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15
Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09