Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 17:35 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum í síðustu viku og nú hafa fjórir nýir gígar opnast. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. „Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
„Þegar við komum á svæðið virtist allt vera með kyrrum kjörum en á nokkrum mínútum breyttist það því þá opnuðust nýir gígar eða fóru að verða virkir innan hraunbreiðunnar. Við ræddum við fólk sem kom rétt á undan okkur og þau höfðu fundið högg upp undir fæturna áður en það kom gufa og svo upp hraun.“ Ingibjörg segir að gígarnir hafi orðið mjög virkir á mjög skömmum tíma. „Það kom mjög mikið hraun upp úr og fór að flæða suðaustur. Fyrst sáum við gufumökk koma upp og svo glóandi hraun.“ Ingibjörg varð vitni að því þegar gígarnir fjórir opnuðust.Skjáskot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 Gígarnir voru fjórir og eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst. Ingibjörg segir enga hættu hafa skapast og hópurinn hafi ekki þurft að forða sér. „Vindur var hagstæður og öll mengun fór til norðurs þannig að öll skilyrði voru góð. Maður fann samt áberandi meiri varma koma frá hrauninu enda varð miklu meiri virkni. Áður fannst manni þessir gígar orðnir rólegir en nú hefur virknin snaraukist.“ Sletturnar geta verið hættulegar Ingibjörg telur þó að hætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið að ganga mjög nálægt gígunum í morgun en nær mannlaust var á svæðinu. „Þótt gígarnir séu innan hraunbreiðu þá eru þeir á jaðrinum og þá geta sletturnar sem koma upp verið mjög varhugaverðar.“ Ingibjörg segir almennt klárlega margar hættur á svæðinu en þær séu aðallega tengdar gasinu sem geti verið lúmskt. „Vindátt þarf ekki að breytast mikið til að fólk fái allt í einu yfir sig eiturgufur. Svo ef hraunrennsli breytist þá geta kantar sem hafa verið að byggja sig upp allt í einu brostið. Þannig að það er ekki gott að fara of nálægt hrauninu. “ Ingibjörg vill engu spá um þróun gossins. Það sé hreinlega ógerningur. „En þetta virðist ætla að halda áfram. Þegar þetta byrjar að hægja á sér og maður heldur að gosið sé að dala þá er það undanfari þess að nýjar sprungur eða gígar opnist. Það hefur verið reynslan síðustu vikuna en það er mjög erfitt að spá fyrir um framhaldið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira