Rafhlaupahjól í umferð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:31 Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Nú er vor í lofti og hjól af ýmsu tagi algengari í umferðinni. Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Víða má sjá vegfarendur á þeysireið um stíga borgar og bæja og margir hafa tileinkað sér þennan einfalda og umhverfisvæna fararmáta. Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól, notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára en hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25 til 34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Með aukinni notkun verða þó fleiri óhöpp og slysum á rafhlaupahjólum fjölgar. Hvernig má stuðla að öruggari notkun og bættri umferð mismunandi vegfarenda? Brunandi um stíga og stræti Samkvæmt umferðarlögum mega rafhlaupahjól eingöngu vera á gangstéttum og göngustígum, ekki á akbraut, en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól. En þar eru líka gangandi vegfarendur og taka þarf tillit til þeirra. Eðli málsins samkvæmt komast hjólin mun hraðar en tveir jafnfljótir og því þurfa hjólreiðamenn og rafskútuknapar að vera meðvitaðir um umhverfi sitt og sýna tillitssemi á göngustígum. Gott er að láta þá sem gangandi eru vita tímanlega þegar hjólið nálgast, til dæmis með því að hringja bjöllu. Sumir hafa reyndar bent á að gangandi vegfarendur hrökkvi stundum í kút þegar bjöllunni er hringt og stökkvi jafnvel í veg fyrir hjólið. Þá er mögulega ráð að hringja henni fyrr. Vissulega fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni en allir þurfa að vera meðvitaðir um að fjölbreytt umferð fer orðið um göngu- og hjólreiðarstíga og gangandi vegfarendur þurfa líka að virða merkta hjólreiðarstíga. Hins vegar er reglan sú að á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn. Þannig sá sem er á rafhlaupahjóli á alltaf að víkja fyrir gangandi vegfaranda á göngustígum. Einnig er vert að hafa í huga þegar rafhlaupahjól er tekið á leigu að skilja vel við hjólið þannig að það sé ekki fyrir og valdi öðrum vegfarendum óþægindum. Ef allir leggjast á eitt við að sýna tillitssemi þá gengur öll umferð betur og viðhorf til mismunandi fararmáta verður jákvæðara. Aldurstakmörk Ekkert aldurstakmark er á rafhlaupahjól sem fara hæst í 25 km á klst en þó skal ávallt fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Því er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en fjárfest er í gripnum, athugi fyrir hvaða aldur hjólið er ætlað og fari vel yfir umferðarreglur með börnunum og hvernig haga skuli akstrinum. Rafskútuleigur eru yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna og miðast það þá oftast við 18 ára aldurstakmark. Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km á klst og getur það haft áhrif á tryggingar. Þá þarf hjólið að vera skráð og vátryggt. Annars geta rafhlaupahjól fallið undir aðrar tryggingar eins og til dæmis fjölskyldutryggingar. Öryggisbúnaður Hjálmaskylda er fyrir alla undir 16 ára aldri á rafhlaupahjólum, vespum og reiðhjólum. Þó er skynsamlegt fyrir alla, óháð aldri, að nota hjálm öryggisins vegna. Í Danmörku og Noregi hefur mikið verið rætt um aukið regluverk í kringum vélknúin hlaupahjól og þá meðal annars að setja hjálmaskyldu á alla sem ferðast um á þeim. Einnig er mikilvægt að átta sig á að það er með öllu óheimilt að vera með farþega nema ökumaður sé 20 ára eða eldri. Því miður er það allt of algeng sjón að sjá unga ökumenn með farþega á vélknúnum hjólum og oft er enginn með hjálm. Mikil slysahætta skapast við þessar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á eru ökumaður og farþegar algjörlega óvarin. Hjálmur er í raun mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður. Hjólin skulu búin ljósum, hvítum að framan og rauðum að aftan, og hafa skal þau kveikt eftir að skyggja tekur. Einnig á að vera endurskin að framan og aftanverðu. Ekki má nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis eða vímuefna og búast má við sektum í slíkum tilvikum. Einnig er bannað að nota farsíma á ferð. Ekki þarf nema augnabliks gáleysi eða að athyglin flögri burt í sekúndubrot til þess að hjólaferðin endi á ljósastaur, svo raunverulegt dæmi sé tekið. Farsæl ferð Við höfum öll hag af því að afstýra slysum og því er mikilvægt að sinna forvörnum í umferðinni. Nú standa til boða mismunandi fararskjótar fyrir fólk á öllum aldri og því enn meiri ástæða til að sýna tillitssemi og fylgja umferðarreglum. Á vef Samgöngustofu má finna gagnlegt fræðsluefni um rafhlaupahjól en einnig er fjallað um þau í Sjóvá spjallinu, nýju hlaðvarpi Sjóvár. Hægt er að nálgast það á vefsíðu Sjóvá og helstu efnisveitum svo sem Spotify og Apple Podcast. Foreldrar bera ábyrgð á hvaða tæki börnin þeirra fá í hendurnar og að undirbúa þau vel fyrir notkun þeirra en yfirvöld bera einnig ábyrgð á að regluverk sé skýrt og samgöngur í lagi. Við þurfum því öll að leggjast á eitt við að stuðla að góðri umferðarmenningu og að allir skili sér heilir heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun