Hvernig má auka framleiðslu hliðarafurða í íslenskri matvælaframleiðslu? Valgerður Árnadóttir og Þór Sigfússon skrifa 15. apríl 2021 09:32 Hringrásarhagkerfið samanstendur af þremur meginþáttum: að útrýma úrgangi og mengun, að halda vörum og efnum í notkun með endurnýtingu, viðgerðum eða endurframleiðslu og að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og auðið er. Þrátt fyrir góðan árangur hringrásarhagkerfis á Íslandi í tengslum við veiðar og matvælaframleiðslu þá er hér enn verk að vinna. Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu á fiski. Þorskurinn sem veiddur er á Íslandsmiðum er talinn vera nýttur um 80% innanlands. Í flestum öðrum löndum er nýting á hvítfiski um 50-60%. Þessi árangur Íslendinga er góður enda er eftir honum tekið af öðrum fiskveiðiþjóðum. Nágrannaþjóðir okkar líta gjarnan til Íslands hvað varðar hátæknivinnslu og fullnýtingu þorsksins. Getur önnur matvælastarfsemi hérlendis lært af sjávarútveginum og getum við eflt hringrásarhagkerfi Íslands í tengslum við matvælaframleiðslu? Stutta svarið er já. Mikið er talað um sóun í samhengi við loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfisvænni lifnaðarhætti. Þegar sóun er metin er oftast horft til sóunar hjá neytendum en magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja. En hver er staðan hjá framleiðendum? Eru tækifæri í frekari nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu hérlendis? Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn leita lausna Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn hafa um árabil átt gott samstarf. Nýjasta samstarfsverkefni klasanna hefur verið að skoða hvernig megi nýta reynslu Sjávarklasans af því að fjölga verkefnum í fullvinnslu sjávarafurða til þess að efla fullvinnslu í landbúnaði. Nemendur við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur hafa unnið að þessu verkefni í vetur og hafa meðal annars kortlagt tækifæri í fullvinnslu tengdri landbúnaði. Verkefnið er styrkt af norræna samstarfsverkefninu Nordic Circular Hubs. Niðurstaða þessarar vinnu er að umtalsvert magn í kjötframleiðslu fer í súginn hérlendis. Heildar sláturúrgangur frá kjötiðnaði 2019 var tæp 16.000 tonn samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar [1]. Þar af voru rúmlega 12.000 tonn urðuð með tilheyrandi losun metans, sem er einkar mengandi gróðurhúsalofttegund, og rúm 800 tonn brennd. Um 3.000 tonn voru endurnýtt í jarðgerð. Þá er ekki talið með það hráefni sem sérhæfðir aðilar taka á móti frá framleiðendum og endurvinna svo sem Orkugerðin, sem framleiðir kjötmjöl og lífdísil. Þrátt fyrir góðan árangur í íslenskum sjávarútvegi má lengi gott bæta. Gróflega áætlað er um 40 þúsund tonnum af hliðarafurðum hvítfisks hent árlega. Tæp 3.000 tonn af fiskúrgangi voru urðuð 2019. Ekki eru til tölur um vannýttar hliðarafurðir frá land- og sjóeldi hérlendis en þar liggja mikil tækifæri til fullvinnslu sem Sjávarklasinn hefur áður fjallað um. Gróflega má því áætla að vannýttar hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu nemi samanlagt 60 til 70 þúsund tonnum árlega.Þá eru ekki taldar með vannýttar hliðarafurðir í grænmetisframleiðslu. Urðun lífræns og brennanlegs úrgangs er ekki lengur framtíðarvalkostur líkt og stefna stjórnvalda kveður á um. Því er brýnt að finna nýjar, varanlegar leiðir til þess að ráðstafa honum. Hvað er til ráða? Ef reynsla Sjávarklasans er skoðuð má segja að helsta verkefni klasans hafi verið að vekja athygli á tækifærum í fullvinnslu hliðarafurða og skapa jarðveg fyrir frumkvöðla og fyrirtæki til samvinnu um þróun verðmætra hliðarafurða. Það sama þarf að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Ein stærsta áskorun í nýtingu hliðarafurða í landbúnaði er sú staðreynd að framleiðslumagnið er töluvert minna en í samkeppnislöndum. Það þýðir að erfitt er að sjá fyrir sér að stórar verksmiðjur rísi hér sem vinni úr því hlutfallslega litla magni sem hér verður til. Frændur okkar í Noregi starfrækja fyrirtækið Norilia sem hefur náð framúrskarandi árangri í fullnýtingu hliðarafurða við kjötframleiðslu. Norski matvælaiðnaðurinn er mun stærri en sá íslenski og þar má ná stærðarhagkvæmni í fullvinnslu hliðarafurða ýmissa landbúnaðarvara. Norilia tekur við hráefni frá norskum sláturhúsum sem fellur til úr tæplega 300 þúsund tonnum af kjöti og eggjum og vinnur allt frá himnu eggjaskurnar í nautasinar sem sumum þykir herramannsmatur. Fyrirtækið selur árlega um 150 þúsund tonn af hliðarafurðum og um 65% þessara afurða eru flutt út. Sem dæmi seldi Norilia bein fyrir 15 milljónir norskra króna til Asíu í fyrra. Matvara sem búin er til úr hráefni Norilia nemur um 15% af tekjum þess en 3% af vörumagni. Það sýnir hve verðmætt er að framleiða hliðarafurðir til manneldis. Afgangur af framleiðslu Norilia, sem er um 50 þúsund tonn á ári, er loks nýttur í mjöl og þá hafa afgangsafurðir frá sláturhúsunum hvort sem það eru bein, sinar, innmatur, blóð eða fjaðrir verið nýttar að fullu meðal annars í náttúruleg pylsuhylki, snyrtivörur, lyf og næringarríkt gæludýrafóður. Eitt af því sem Norðmenn gerðu áður en lagt var af stað í þá vegferð að fjárfesta í tækni og rannsóknum á nýtingu hliðarafurða var að kortleggja tækifærin, með öðrum orðum að vigta og verðleggja ruslafötuna. Það er mikilvægt að ráðast einnig í slíka vinnu á Íslandi. Sem dæmi er pörtum svínsins sem falla til við svínakjötsframleiðslu hér á landi hent meðan nágrannalönd okkar nýta þá og selja fyrir gott verð. Dæmi eru um að smærri sláturhús en á Íslandi hagnist á slíkri framleiðslu. Tækifærin í íslenskum landbúnaði Tveir möguleikar eru hér í stöðunni. Annars vegar má hugsa sér að vinna hliðarafurðir í landbúnaði á eins konar frumstigi. Þannig væri mögulegt að ná vatni úr afurðunum og létta þannig á kostnaði og mengun við flutninga. Í kjölfarið væri hráefnið flutt út til frekari vinnslu, líkt og einhverjir íslenskir framleiðendur þegar gera. Hins vegar mætti skoða nánar fullvinnslu sem hefði það að markmiði að þróa verðmætari afurðir. Reynslan í sjávarútvegi hefur verið góð í þessum efnum og hafa fjölmörg fyrirtæki orðið til sem vinna verðmæt efni úr hliðarafurðum fisks. Getur landbúnaðurinn gert hið sama? Dæmin benda skýrt til þess. Frumkvöðlafyrirtæki hafa þegar orðið til sem framleiða verðmæt efni úr hliðarafurðum, svo sem beinaseyði frá Bone & Marrow, fæðubótarefni Pure Natura og snakkið Ljótu kartöflurnar. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki hafi sér við hlið þolinmótt fjármagn en nokkuð hefur skort á það. Þá hafa rannsóknasjóðir oft hafnað umsóknum frumkvöðlafyrirtækja á þeirri forsendu að svipaða starfsemi megi finna í öðrum löndum. Þetta sé því ekki „nýjung“. Mikilvægt er að frumkvöðlar eigi gott samstarf við rannsóknastofnanir á borð við Matís og Háskóla Íslands. Þá er mikilvægt að kveikja áhuga nemenda í framhalds- og háskólum á fullvinnslu. Ein leið til þess er að fjölga svokölluðum viðskiptahröðlum sem liðsinna fólki við að koma hugmynd í framkvæmd. Vonandi mun nýr Matvælasjóður stuðla að því að efla samstarf og rannsóknir á möguleikum á þessu sviði. Mikill áhugi er um þessar mundir á áðurnefndu hringrásarhagkerfi. Fullvinnsla hliðarafurða er auðvitað eitt besta dæmið um skynsamlega hringrás. Stjórnvöld gætu hvatt meira til fullvinnslu hliðarafurða og verðlaunað með einhverjum hætti þau fyrirtæki sem vilja skara fram úr í þessum efnum. Hliðarafurðir verða afurðir Við getum kennt nágrönnum okkar ýmislegt hagnýtt varðandi nýtingu fisksins en þegar kemur að nýtingu hliðarafurða í kjötframleiðslu getum við lært margt af þeim. Markmiðið er að framleiða og selja nýjar og verðmætar afurðir úr því hráefni sem inniheldur lífvirk efni og er sóað núna. Hliðarafurðir eða aukaafurðir verða einfaldlega afurðir. Þetta er ekki síst verðugt verkefni þegar ein helsta áskorun sem blasir við okkur er að tryggja fæðuöryggi manna til frambúðar samhliða því að viðhalda náttúruauðlindum og draga úr mengun. Tækifærin til þess að auka verðmæti og draga úr sóun í tengslum við hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu eru fjölmörg. Til þess þurfum við meðal annars að auka samstarf og nýsköpun í greininni og vera tilbúin að hugsa ferlið upp á nýtt. Höfundar eru Valgerður Árnadóttir viðskiptafræðinemi og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. [1] Tölur koma frá sérhæfðum fyrirtækjum sem sjá um móttöku og meðhöndlun úrgangs, fyrirtækjum sem sjá um meðhöndlun eigin úrgangs, sveitarfélögum og sorpsamlögum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Valgerður Árnadóttir Þór Sigfússon Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið samanstendur af þremur meginþáttum: að útrýma úrgangi og mengun, að halda vörum og efnum í notkun með endurnýtingu, viðgerðum eða endurframleiðslu og að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og auðið er. Þrátt fyrir góðan árangur hringrásarhagkerfis á Íslandi í tengslum við veiðar og matvælaframleiðslu þá er hér enn verk að vinna. Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu á fiski. Þorskurinn sem veiddur er á Íslandsmiðum er talinn vera nýttur um 80% innanlands. Í flestum öðrum löndum er nýting á hvítfiski um 50-60%. Þessi árangur Íslendinga er góður enda er eftir honum tekið af öðrum fiskveiðiþjóðum. Nágrannaþjóðir okkar líta gjarnan til Íslands hvað varðar hátæknivinnslu og fullnýtingu þorsksins. Getur önnur matvælastarfsemi hérlendis lært af sjávarútveginum og getum við eflt hringrásarhagkerfi Íslands í tengslum við matvælaframleiðslu? Stutta svarið er já. Mikið er talað um sóun í samhengi við loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfisvænni lifnaðarhætti. Þegar sóun er metin er oftast horft til sóunar hjá neytendum en magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja. En hver er staðan hjá framleiðendum? Eru tækifæri í frekari nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu hérlendis? Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn leita lausna Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn hafa um árabil átt gott samstarf. Nýjasta samstarfsverkefni klasanna hefur verið að skoða hvernig megi nýta reynslu Sjávarklasans af því að fjölga verkefnum í fullvinnslu sjávarafurða til þess að efla fullvinnslu í landbúnaði. Nemendur við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur hafa unnið að þessu verkefni í vetur og hafa meðal annars kortlagt tækifæri í fullvinnslu tengdri landbúnaði. Verkefnið er styrkt af norræna samstarfsverkefninu Nordic Circular Hubs. Niðurstaða þessarar vinnu er að umtalsvert magn í kjötframleiðslu fer í súginn hérlendis. Heildar sláturúrgangur frá kjötiðnaði 2019 var tæp 16.000 tonn samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar [1]. Þar af voru rúmlega 12.000 tonn urðuð með tilheyrandi losun metans, sem er einkar mengandi gróðurhúsalofttegund, og rúm 800 tonn brennd. Um 3.000 tonn voru endurnýtt í jarðgerð. Þá er ekki talið með það hráefni sem sérhæfðir aðilar taka á móti frá framleiðendum og endurvinna svo sem Orkugerðin, sem framleiðir kjötmjöl og lífdísil. Þrátt fyrir góðan árangur í íslenskum sjávarútvegi má lengi gott bæta. Gróflega áætlað er um 40 þúsund tonnum af hliðarafurðum hvítfisks hent árlega. Tæp 3.000 tonn af fiskúrgangi voru urðuð 2019. Ekki eru til tölur um vannýttar hliðarafurðir frá land- og sjóeldi hérlendis en þar liggja mikil tækifæri til fullvinnslu sem Sjávarklasinn hefur áður fjallað um. Gróflega má því áætla að vannýttar hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu nemi samanlagt 60 til 70 þúsund tonnum árlega.Þá eru ekki taldar með vannýttar hliðarafurðir í grænmetisframleiðslu. Urðun lífræns og brennanlegs úrgangs er ekki lengur framtíðarvalkostur líkt og stefna stjórnvalda kveður á um. Því er brýnt að finna nýjar, varanlegar leiðir til þess að ráðstafa honum. Hvað er til ráða? Ef reynsla Sjávarklasans er skoðuð má segja að helsta verkefni klasans hafi verið að vekja athygli á tækifærum í fullvinnslu hliðarafurða og skapa jarðveg fyrir frumkvöðla og fyrirtæki til samvinnu um þróun verðmætra hliðarafurða. Það sama þarf að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Ein stærsta áskorun í nýtingu hliðarafurða í landbúnaði er sú staðreynd að framleiðslumagnið er töluvert minna en í samkeppnislöndum. Það þýðir að erfitt er að sjá fyrir sér að stórar verksmiðjur rísi hér sem vinni úr því hlutfallslega litla magni sem hér verður til. Frændur okkar í Noregi starfrækja fyrirtækið Norilia sem hefur náð framúrskarandi árangri í fullnýtingu hliðarafurða við kjötframleiðslu. Norski matvælaiðnaðurinn er mun stærri en sá íslenski og þar má ná stærðarhagkvæmni í fullvinnslu hliðarafurða ýmissa landbúnaðarvara. Norilia tekur við hráefni frá norskum sláturhúsum sem fellur til úr tæplega 300 þúsund tonnum af kjöti og eggjum og vinnur allt frá himnu eggjaskurnar í nautasinar sem sumum þykir herramannsmatur. Fyrirtækið selur árlega um 150 þúsund tonn af hliðarafurðum og um 65% þessara afurða eru flutt út. Sem dæmi seldi Norilia bein fyrir 15 milljónir norskra króna til Asíu í fyrra. Matvara sem búin er til úr hráefni Norilia nemur um 15% af tekjum þess en 3% af vörumagni. Það sýnir hve verðmætt er að framleiða hliðarafurðir til manneldis. Afgangur af framleiðslu Norilia, sem er um 50 þúsund tonn á ári, er loks nýttur í mjöl og þá hafa afgangsafurðir frá sláturhúsunum hvort sem það eru bein, sinar, innmatur, blóð eða fjaðrir verið nýttar að fullu meðal annars í náttúruleg pylsuhylki, snyrtivörur, lyf og næringarríkt gæludýrafóður. Eitt af því sem Norðmenn gerðu áður en lagt var af stað í þá vegferð að fjárfesta í tækni og rannsóknum á nýtingu hliðarafurða var að kortleggja tækifærin, með öðrum orðum að vigta og verðleggja ruslafötuna. Það er mikilvægt að ráðast einnig í slíka vinnu á Íslandi. Sem dæmi er pörtum svínsins sem falla til við svínakjötsframleiðslu hér á landi hent meðan nágrannalönd okkar nýta þá og selja fyrir gott verð. Dæmi eru um að smærri sláturhús en á Íslandi hagnist á slíkri framleiðslu. Tækifærin í íslenskum landbúnaði Tveir möguleikar eru hér í stöðunni. Annars vegar má hugsa sér að vinna hliðarafurðir í landbúnaði á eins konar frumstigi. Þannig væri mögulegt að ná vatni úr afurðunum og létta þannig á kostnaði og mengun við flutninga. Í kjölfarið væri hráefnið flutt út til frekari vinnslu, líkt og einhverjir íslenskir framleiðendur þegar gera. Hins vegar mætti skoða nánar fullvinnslu sem hefði það að markmiði að þróa verðmætari afurðir. Reynslan í sjávarútvegi hefur verið góð í þessum efnum og hafa fjölmörg fyrirtæki orðið til sem vinna verðmæt efni úr hliðarafurðum fisks. Getur landbúnaðurinn gert hið sama? Dæmin benda skýrt til þess. Frumkvöðlafyrirtæki hafa þegar orðið til sem framleiða verðmæt efni úr hliðarafurðum, svo sem beinaseyði frá Bone & Marrow, fæðubótarefni Pure Natura og snakkið Ljótu kartöflurnar. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki hafi sér við hlið þolinmótt fjármagn en nokkuð hefur skort á það. Þá hafa rannsóknasjóðir oft hafnað umsóknum frumkvöðlafyrirtækja á þeirri forsendu að svipaða starfsemi megi finna í öðrum löndum. Þetta sé því ekki „nýjung“. Mikilvægt er að frumkvöðlar eigi gott samstarf við rannsóknastofnanir á borð við Matís og Háskóla Íslands. Þá er mikilvægt að kveikja áhuga nemenda í framhalds- og háskólum á fullvinnslu. Ein leið til þess er að fjölga svokölluðum viðskiptahröðlum sem liðsinna fólki við að koma hugmynd í framkvæmd. Vonandi mun nýr Matvælasjóður stuðla að því að efla samstarf og rannsóknir á möguleikum á þessu sviði. Mikill áhugi er um þessar mundir á áðurnefndu hringrásarhagkerfi. Fullvinnsla hliðarafurða er auðvitað eitt besta dæmið um skynsamlega hringrás. Stjórnvöld gætu hvatt meira til fullvinnslu hliðarafurða og verðlaunað með einhverjum hætti þau fyrirtæki sem vilja skara fram úr í þessum efnum. Hliðarafurðir verða afurðir Við getum kennt nágrönnum okkar ýmislegt hagnýtt varðandi nýtingu fisksins en þegar kemur að nýtingu hliðarafurða í kjötframleiðslu getum við lært margt af þeim. Markmiðið er að framleiða og selja nýjar og verðmætar afurðir úr því hráefni sem inniheldur lífvirk efni og er sóað núna. Hliðarafurðir eða aukaafurðir verða einfaldlega afurðir. Þetta er ekki síst verðugt verkefni þegar ein helsta áskorun sem blasir við okkur er að tryggja fæðuöryggi manna til frambúðar samhliða því að viðhalda náttúruauðlindum og draga úr mengun. Tækifærin til þess að auka verðmæti og draga úr sóun í tengslum við hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu eru fjölmörg. Til þess þurfum við meðal annars að auka samstarf og nýsköpun í greininni og vera tilbúin að hugsa ferlið upp á nýtt. Höfundar eru Valgerður Árnadóttir viðskiptafræðinemi og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. [1] Tölur koma frá sérhæfðum fyrirtækjum sem sjá um móttöku og meðhöndlun úrgangs, fyrirtækjum sem sjá um meðhöndlun eigin úrgangs, sveitarfélögum og sorpsamlögum þeirra.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun