Handbolti

Ís­lands­mótið í hand­bolta fer aftur af stað 25. apríl

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Olís-deild karla hefst aftur 25. apríl með tveimur leikjum. Önnur mót skömmu síðar.
Olís-deild karla hefst aftur 25. apríl með tveimur leikjum. Önnur mót skömmu síðar. Vísir/Vilhelm

Handknattleikssamband Íslands hefur staðfest að Íslandsmótið í handbolta fari af stað á nýjan leik þann 25. apríl. 

Öll mót á vegum HSÍ hafa verið stopp undanfarnar vikur vegna æfinga- og keppnisbanns hér á landi sökum Covid-19 faraldursins. Nú hefur ríkisstjórn Ísland gefið grænt ljós á bæði æfingar ásamt keppni. Því hefur HSÍ gefið út nýja leikjaáætlun þar sem kemur fram hvernig endasprettur Íslandsmóts karla og kvenna verður.

Olís-deild karla

Keppni hefst af fullum krafti í Olís deild karla þann 9. maí að undan skyldum tveimur leikjum í  sem fara fram sunnudaginn 25. apríl. 

Stefnt er á að klára síðustu umferð í deildarkeppni þann 3. júní. Úrslitakeppninni ætti því að vera loki í kringum mánaðarmótin júní og júlí.

Olís-deild kvenna

Kvenna megin hefst keppni 1. maí en líklega verður þó leikur Stjörnunnar og KA/Þórs leikinn nokkrum dögum áður, það á enn eftir að koma í ljós. 

Síðustu tvær umferðir Olís deildar kvenna hafa verið settar á þann 1. og 8. maí næstkomandi. úrslitakeppnin ætti svo að hefjast 13. maí og vera lokið 7. júní.

Tvö efstu lið Olís deildar kvenna myndu sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Varðandi úrslitakeppnir í Olís-deildunum

Nær öruggt er að úrslitakeppnin verði minni í sniðum en áður og leikjum fækkað. Samkvæmt heimildum Handbolti.is er talið að aðeins þurfi tvo sigra í úrslitakeppninni til að komast áfram ólíkt þremur hér áður fyrr. Þannig geta að hámarki verið þrír leikir í hverri rimmu í stað fimm.

Grill-66 deild karla fer aftur af stað 28. apríl og lýkur þann 14. maí. Grill-66 deild kvenna ætti að vera lokið 7. maí. Ekki er víst hvenær umspil í þeim deildum fer fram en leikið verður um sæti í Olís-deildunum tveimur á næstu leiktíð.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

„Flókið en tekst með góðu skipu­lagi“

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé að mörgu að hyggja hjá HSÍ í kringum landsleikina hjá íslenska kvennalandsliðinu varðandi kórónuveinu ferðatakmarkanir.

Drauga­marks­leikurinn verður endur­tekinn

Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins.

Íþróttir leyfðar að nýju

Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×