Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 13:29 Tveir íslenskir hestar í Þýskalandi voru felldir vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi. Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“ Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“
Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira