Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:07 Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Vísir/Vilhelm „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“ Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23