Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:01 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. „Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir. Strandabyggð Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
„Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir.
Strandabyggð Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira