Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 09:20 Fjölmargir ferðamenn sækja París heim á hverju ári, við hefðbundnar kringumstæður, og er útlit fyrir að Bandaríkjamenn geti gert það á nýjan leik á næstunni. EPA/Mohammed Badra Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Úrsula von der Leyen, forseti framkvæmdaráðsins, sagði í viðtali við New York Times í gær að hún sæi ekki betur en Lyfjastofnun ESB hefði samþykkt öll bóluefnin sem notuð væru í Bandaríkjunum. Því væri ekkert til fyrirstöðu og hægt að hleypa Bandaríkjamönnum til Evrópu. Framkvæmdaráðið mun þó eingöngu leggja til aðgerðir og það er svo hvers aðildarríkis fyrir sig að taka ákvörðun um fyrirkomulagið þar. Þjóðir Evrópu hafa takmarkað ferðalög frá Bandaríkjunum í rúmt ár en Grikkir hafa til að mynda riðið á vaðið og þegar tilkynnt að bandarískir ferðamenn sem hafi farið í skimun megi ferðast þangað. Samkvæmt frétt BBC er viðmið ESB að 70 prósent fullorðna í þeim ríkjum sem um ræðir þurfi að hafa fengið minnst einn skammt bóluefnis, svo hægt verði að opna á ferðamenn frá þeim ríkjum Í Bandaríkjunum er stefnt á að því markmiði verði náð um miðjan júní og í Bretlandi hafa þegar um 65 prósent fullorðinna fengið minnst einn skammt. Von der Leyen sagði ekki nákvæmlega hvenær hægt yrði að hleypa bandarískum ferðamönnum sem hafa verið bólusettir til Evrópu. Þeim er þegar hleypt til Ísland. Eins og segir í frétt Túrista er Ísland í dag eitt fárra Evrópuríkja sem er opið ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þá segir einnig að bandarísk flugfélög hafi fjölgað ferðum sínum hingað í sumar. Ferðalög Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Úrsula von der Leyen, forseti framkvæmdaráðsins, sagði í viðtali við New York Times í gær að hún sæi ekki betur en Lyfjastofnun ESB hefði samþykkt öll bóluefnin sem notuð væru í Bandaríkjunum. Því væri ekkert til fyrirstöðu og hægt að hleypa Bandaríkjamönnum til Evrópu. Framkvæmdaráðið mun þó eingöngu leggja til aðgerðir og það er svo hvers aðildarríkis fyrir sig að taka ákvörðun um fyrirkomulagið þar. Þjóðir Evrópu hafa takmarkað ferðalög frá Bandaríkjunum í rúmt ár en Grikkir hafa til að mynda riðið á vaðið og þegar tilkynnt að bandarískir ferðamenn sem hafi farið í skimun megi ferðast þangað. Samkvæmt frétt BBC er viðmið ESB að 70 prósent fullorðna í þeim ríkjum sem um ræðir þurfi að hafa fengið minnst einn skammt bóluefnis, svo hægt verði að opna á ferðamenn frá þeim ríkjum Í Bandaríkjunum er stefnt á að því markmiði verði náð um miðjan júní og í Bretlandi hafa þegar um 65 prósent fullorðinna fengið minnst einn skammt. Von der Leyen sagði ekki nákvæmlega hvenær hægt yrði að hleypa bandarískum ferðamönnum sem hafa verið bólusettir til Evrópu. Þeim er þegar hleypt til Ísland. Eins og segir í frétt Túrista er Ísland í dag eitt fárra Evrópuríkja sem er opið ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þá segir einnig að bandarísk flugfélög hafi fjölgað ferðum sínum hingað í sumar.
Ferðalög Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira