Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 14:11 Leikskólinn Jörfi í Hæðagarði. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32
Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30
Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19