Leikmenn ÍR eru ekki nógu góðir til að spila í efstu deild Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2021 22:00 Kristinn var ósáttur með hversu lítið sínir menn lögðu á sig. Vísir/Elín ÍR féll endanlega úr Olís deildinni í kvöld eftir 26 - 32 tap á móti Gróttu. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var afar svekktur með liðið sitt eftir tap kvöldsins. „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið. ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
„Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið.
ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira