Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 4. maí 2021 16:06 Eldurinn er á leið frá byggð. Vísir/RAX Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. „Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
„Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
Reykjavík Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira