Innlent

Einkaflugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. Vísir/Vilhelm

Engan sakaði þegar lítil flugvél hlekktist á við lendingu nærri flugvellinum á Blönduósi. Tveir voru um borð í flugvélinni.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í kvöld boð úr neyðarsendi flugvélar í nágrenni Blönduósflugvallar. Það var um klukkan átta í kvöld og var þyrlusveit gæslunnar kölluð út í mesta forgangi, auk þess sem öðrum viðbragðsaðilum var gert viðvart.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunnar segir að fljótt hafi þó komið í ljós að um einkaflugvél hafi verið að ræða sem hafi hlekkst á í nágrenni flugvallarins og að engan hafi sakað.

Þá var útkall þyrlusveitarinnar afturkallað og er málið í höndum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×