Sagan af krumpaða miðanum Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. maí 2021 15:01 Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun