Sagan af krumpaða miðanum Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. maí 2021 15:01 Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun