Einhverfum börnum aftur synjað Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 07:00 Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að ári eftir að ég skrifaði grein hér á visir.is, Einhverf og synjað um skólavist, stendur til að synja 30 börnum með einhverfu um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Það er dapurleg staða í stærsta sveitarfélagi landsins að það ráði ekki við að veita þjónustu til einhverfra. Það er dapurlegt að aðstandendur einhverfra barna í Reykjavík séu í stöðugum átökum við sveitarfélagið. Foreldrar verða að berjast fyrir því að börn þeirra fái skólavist sem hentar þeim best. Það er dapurlegt að sá meirihluti sem stjórnar í Reykjavík leggi ekki allan sinn metnað í það að sinna börnum betur, öllum börnum. Núna eru biðlistar á leikskóla í Vesturbænum gríðarlega langir, í húsnæði leik- og grunnskóla er að finnast heilsuspillandi mygla, einhverf börn fá ekki inn í sérdeildir fyrir einhverfa. Á meðan á að setja tíu milljarða í stafræna uppbyggingu og yfir fjóra milljarða í endurgerð á Grófarhúsinu sem ekkert er að. Ég verð að játa að ég átta mig ekki á þessari forgangsröðun hjá núverandi meirihluta. Látum draumana rætast Ný menntastefna Reykjavíkurborgar ber yfirskriftina látum draumana rætast, það eru því kaldar kveðjur sem einhverf börn og foreldrar þeirra fá. Draumar foreldra einhverfra barna eru að hagsmunum barna þeirra sé best gætt með því að þau fái skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þess vegna er sótt um fyrir þau þar. Nú hafa foreldrar þrjátíu einhverfra barna hins vegar fengið bréf frá Reykjavíkurborg þar sem þau eru upplýst um það að fyrirhugað sé að synja þeim um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Úrræði sem foreldrarnir velja af því þau telja það best fyrir börn sín. Börn þeirra eiga hins vegar að fara inn í venjulegar bekkjardeildir, þvert á það sem foreldrar þeirra óskuðu eftir. Mismunun Það er óskiljanlegt að neita börnum með sérþarfir um þá skólavist sem sótt er um fyrir þau. Neita þeim um skólavist í sérdeildum í þeim skólum sem foreldrar þeirra telja að henti þeim best. Ég vona að draumar þessara barna og foreldra þeirra fái að rætast og þau geti stundað nám í sérdeildum fyrir einhverfa. Ég vona að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna bönum betur og foreldrar barna með sérþarfir þurfi ekki að standa ár eftir ár í stappi við borgina til þess að fá þá þjónustu sem hentar best fyrir börn þeirra. Það er ekki boðlegt að sum börn fái inni í einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkur en önnur ekki, það er mismunun. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun