Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 21-17 | Heimastúlkur hófu úrslitakeppnina á sigri Einar Kárason skrifar 13. maí 2021 15:00 Úr leik ÍBV og Stjörnunnar fyrr í vetur. visir ÍBV vann öruggan fjögurra marka sigur á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 21-17 í Vestmannaeyjum. Mikil spenna var fyrir leikinn og ljóst var að bæði lið ætluðu sér stóra hluti. Spennustigið var hátt og einkenndst fyrstu mínútur leiksins af fljótfærnis mistökum og stressi. Eftir að Stjarnan komst yfir og ÍBV jafnaði á þriðju mínútu var næsta mark ekki skorað fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þar var heimaliðið sem komst yfir og skoraði ÍBV sex mörk gegn einu og voru því komnar með fínt forskot, 7-2. Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleiknum og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 10-6. Eyjastúlkur hófu síðari hálfleikinn mun betur og áttu eins kafla og í fyrri hálfleiknum og voru því með leikinn í höndum sér. Gestirnir úr Garðabænum reyndu eins og þær gátu að halda í við sterk lið ÍBV en þrátt fyrir fínan kafla um miðjan síðari hálfleik, þar sem þær minnkuðu muninn í þrjú mörk, 16-13, reyndist forskot heimaliðsins of mikið. ÍBV spilaði vel úr sínu í seinni hálfleiknum og sigldu því sigrinum auðveldlega í höfn. Af hverju vann ÍBV? Eyjastúlkur náðu stjórn á leiknum eftir erfiðar upphafsmínútur og náðu forskoti sem þær létu aldrei af hendi. Fínn varnarleikur í bland við markvörslu varð til þess að þetta hleyptist aldrei upp í spennuleik. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir voru góðar sóknarlega og skoruðu sitthvor 6 mörkin fyrir ÍBV. Marta Wawrzynkowska átti einnig fínan leik í markinu en hún varði 11 skot. Í liði Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir atkvæðamest með 6 mörk en hún átti góðan seinni hálfleik. Eyjakonan í marki gestanna, Heiða Ingólfsdóttir, átti góða innkomu í lið Garðbæinga en hún varði 10 skot, 48 prósent markvarsla. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk herfilega sóknarlega á upphafsmínútum leiksins. Mikið var um slakar sendingar, sóknarbrot og annað sem betur mættir fara. Stjarnan var of lengi í gang og gerðu ÍBV óþarflega auðvelt fyrir oft á tíðum. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn næstkomandi, á heimavelli Stjörnunnar. Megum búast við að bæði lið séu búin að losa um taugarnar og þar verði meiri spenna en í dag. Rakel Dögg: Úrslitakeppnin er erfið Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar.visir/Hulda „Þetta var rosalega erfiður leikur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. „Við klikkum allsvakalega sóknarlega eins og sést á tölunum. Við byrjum með hátt spennustig sem ég tek á mig. Ég þarf að skoða hvort ég nái ekki að hvetja þær betur fyrir sunnudaginn. Við erum að gera mikið af klaufamistökum og nýtum færin ekki vel. Varnarleikur og markvarsla er til fyrirmyndar allan leikinn en sóknarleikurinn slakur.“ Vondar ákvarðanir sóknarlega „Við erum að elta allan leikinn. Þetta var erfitt, sérstaklega í byrjun leiks. Það gekk illa að skora. Við vorum ekki að velja færin vel. Þegar við náum að stilla upp góðum sóknarleik og urðum þolinmóðar og agaðar á boltann náum við betri færum en tökum margir illa ígrundaðar ákvarðanir í sóknarleiknum.“ Missum aldrei trú Stjarnan átti fínan kafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn en misstu svo dampinn. „…“Kannski var bara of langt liðið á leikinn. Við missum aldrei trú en við höfum áður verið langt undir og náð að vinna upp muninn en þetta er bara svona. Úrslitakeppnin er erfið. Nú hefst vinna að undirbúa næsta leik á sunnudaginn og vonandi mæti ég hingað aftur á þriðjudaginn næsta,“ sagði Rakel að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Handbolti Íslenski handboltinn
ÍBV vann öruggan fjögurra marka sigur á Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 21-17 í Vestmannaeyjum. Mikil spenna var fyrir leikinn og ljóst var að bæði lið ætluðu sér stóra hluti. Spennustigið var hátt og einkenndst fyrstu mínútur leiksins af fljótfærnis mistökum og stressi. Eftir að Stjarnan komst yfir og ÍBV jafnaði á þriðju mínútu var næsta mark ekki skorað fyrr en eftir rúmlega tíu mínútna leik. Þar var heimaliðið sem komst yfir og skoraði ÍBV sex mörk gegn einu og voru því komnar með fínt forskot, 7-2. Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleiknum og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 10-6. Eyjastúlkur hófu síðari hálfleikinn mun betur og áttu eins kafla og í fyrri hálfleiknum og voru því með leikinn í höndum sér. Gestirnir úr Garðabænum reyndu eins og þær gátu að halda í við sterk lið ÍBV en þrátt fyrir fínan kafla um miðjan síðari hálfleik, þar sem þær minnkuðu muninn í þrjú mörk, 16-13, reyndist forskot heimaliðsins of mikið. ÍBV spilaði vel úr sínu í seinni hálfleiknum og sigldu því sigrinum auðveldlega í höfn. Af hverju vann ÍBV? Eyjastúlkur náðu stjórn á leiknum eftir erfiðar upphafsmínútur og náðu forskoti sem þær létu aldrei af hendi. Fínn varnarleikur í bland við markvörslu varð til þess að þetta hleyptist aldrei upp í spennuleik. Hverjar stóðu upp úr? Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir voru góðar sóknarlega og skoruðu sitthvor 6 mörkin fyrir ÍBV. Marta Wawrzynkowska átti einnig fínan leik í markinu en hún varði 11 skot. Í liði Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir atkvæðamest með 6 mörk en hún átti góðan seinni hálfleik. Eyjakonan í marki gestanna, Heiða Ingólfsdóttir, átti góða innkomu í lið Garðbæinga en hún varði 10 skot, 48 prósent markvarsla. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk herfilega sóknarlega á upphafsmínútum leiksins. Mikið var um slakar sendingar, sóknarbrot og annað sem betur mættir fara. Stjarnan var of lengi í gang og gerðu ÍBV óþarflega auðvelt fyrir oft á tíðum. Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna er á sunnudaginn næstkomandi, á heimavelli Stjörnunnar. Megum búast við að bæði lið séu búin að losa um taugarnar og þar verði meiri spenna en í dag. Rakel Dögg: Úrslitakeppnin er erfið Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar.visir/Hulda „Þetta var rosalega erfiður leikur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar. „Við klikkum allsvakalega sóknarlega eins og sést á tölunum. Við byrjum með hátt spennustig sem ég tek á mig. Ég þarf að skoða hvort ég nái ekki að hvetja þær betur fyrir sunnudaginn. Við erum að gera mikið af klaufamistökum og nýtum færin ekki vel. Varnarleikur og markvarsla er til fyrirmyndar allan leikinn en sóknarleikurinn slakur.“ Vondar ákvarðanir sóknarlega „Við erum að elta allan leikinn. Þetta var erfitt, sérstaklega í byrjun leiks. Það gekk illa að skora. Við vorum ekki að velja færin vel. Þegar við náum að stilla upp góðum sóknarleik og urðum þolinmóðar og agaðar á boltann náum við betri færum en tökum margir illa ígrundaðar ákvarðanir í sóknarleiknum.“ Missum aldrei trú Stjarnan átti fínan kafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn en misstu svo dampinn. „…“Kannski var bara of langt liðið á leikinn. Við missum aldrei trú en við höfum áður verið langt undir og náð að vinna upp muninn en þetta er bara svona. Úrslitakeppnin er erfið. Nú hefst vinna að undirbúa næsta leik á sunnudaginn og vonandi mæti ég hingað aftur á þriðjudaginn næsta,“ sagði Rakel að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti