Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2021 18:01 Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“ Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“
Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00