Konur eiga rétt á því að vera vakandi yfir eigin heilsu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 18. maí 2021 11:01 Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun