Benzema í franska hópnum sem fer á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 22:15 Karim Benzema er í franska hópnum sem fer á EM í sumar. AP/Bernat Armangue Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira