Hvað verður um barnið mitt í sumar? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:31 Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum. En sumarið og sumarfríið er ekki eintóm sæla fyrir fjölskyldur. Flestir foreldrar starfa utan heimilis í 100% starfi enda eru fáir sem geta framfleytt fjölskyldunni án þess. Flestir foreldrar fá mest sex vikur í sumarfrí. Börn á grunnskólaaldri eiga hins vegar tvöfalt lengra sumarfrí en foreldrar þeirra auk allra frídaganna sem eru á skólaárinu. Nú er úr vöndu að ráða. Foreldrar bera jú megin ábyrgð á börnum sínum og ber að vernda þau og annast. Veldur þetta mikla ósamræmi í frídögum ábyrgum foreldrunum oft miklum kvíða og áhyggjum. Foreldrar vilja sinna börnum sínum og hafa það að leiðarljósi sem börnunum er fyrir bestu. Félagasamtök bjóða börnum upp á ýmis námskeið að sumri til. Nú þarf að leggjast yfir það sem er í boði og finna ótal námskeið til að fylla í skarðið. Mörg þeirra fyllast fljótt. Námskeiðin kosta mikið og ekki er á allra færi að standa straum af þeim kostnaði. Mörg þeirra eru jafnframt einungis hluta úr degi og jafnvel þarf að fara með börn um langan veg, skutla til og frá. Þetta fyrirkomulag er algjörlega ótækt og virðist miðast að samfélagi sem fyrir löngu er horfið, samfélagi þar sem atvinnuþátttaka mæðra var minni og jafnrétti kynjanna ekki hið sama og nú. Börn á yngsta stigi grunnskóla eiga kost á frístund eftir að skóladegi lýkur yfir veturinn, þar sem ekki er talið að þau eigi að sjá um sig sjálf og vera ein að loknum skóladegi. Flest sveitarfélög bjóða börnum og fjölskyldum þeirra upp á þessa þjónustu auk fæðis á meðan á dvölinni stendur. Þessi þjónusta er ekki gjaldfrjáls en greiðsluþátttaka miðast víða við hversu mörg börn í fjölskyldunni þiggja þjónustu sveitarfélagsins. Frístund er mun kostnaðarminni en þau námskeið sem börn sækja að sumri til og tímasetningar miðast við vinnudag foreldra. Þar sem mikil röskun hefur orðið á skólastarfi víða um heim vegna heimsfaraldursins hefur staða barna víða versnað. Hið daglega líf þeirra hefur raskast og mörg þeirra hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa. Á Íslandi hefur staðan verið mun betri en víðast hvar. Víða hafa börn jafnvel ekki fengið næga næringu þar sem skólamáltíðin hefur verið eina næringarríka máltíð dagsins hjá sumum þeirra. Víða í Evrópu er umræða um mikilvægi þess að öllum börnum sé tryggð næringarrík máltíð á degi hverjum í fríum og gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja stjórnvöld, ekki síst sveitarfélög til að taka til skoðunar að koma á uppbyggilegum úrræðum fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla í skólafríum. Þau má skipuleggja í samstarfi við tómstundafélög sveitarfélaganna og umfram allt vera á viðráðanlegu verði ef ekki gjaldfrjáls. Kjörið er fyrir atvinnulífið að styrkja slíka starfsemi. Slík úrræði þurfa jafnframt að vera í samræmi við það samfélag sem við búum við nú. Barnaheill hvetja jafnframt fyrirtæki og stofnanir að sýna foreldrum skilning þegar hliðra þarf til vegna frídaga barna. Móðir hvar er barnið þitt? Svo var eitt sinn kveðið og sungið af Bubba Mortens og margar mæður fengu sting í hjarta vegna umhyggju og jafnvel skömm yfir því að hafa ekki gætt barnsins síns nægilega vel. Látum mæður og feður 21. aldarinnar losna við skömmina, áhyggjur og úrræðaleysi sumarsins. Það er barninu fyrir bestu. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar