Karlarnir sjá bara um þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 07:30 Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Fjármál heimilisins Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég vil búa í opnu og frjálslyndu samfélagi sem leggur áherslu á frelsi og jafnrétti. Ein af hinum eilífðar áskorunum unga fólksins er hvernig skal fara með eigið fé. Þetta er ekki vandamál né umræða sem er ný af nálinni. En hvers vegna nær hún aldrei lengra? Þróun menntakerfisins verður að vera í takt við samfélagið og áskoranir þess. Fjármálin flækjast fyrir mörgum. Það er ekki öllum einfalt að reka eigið fyrirtæki á Íslandi, þrátt fyrir að vera harðduglegt fólk með mikinn metnað. Kerfið á það nefnilega til að flækjast líka fyrir. En einstaklingum er líka ekki kennt að fara með eigið fé. Við þurfum að byrja á því að kenna grunnatriði í fjármálum á miðstigi í grunnskólum og aðstoða svo einstaklinga í því að byggja ofan á þá þekkingu. Fjármálalæsi eykur jöfn tækifæri Ef allir einstaklingar fá tækifæri til að sitja við sama borð og fá sömu menntun og þjálfun hlýtur það að vera undir þeim komið hvernig útkoman verður. Uppbygging og tryggð aðgengi að menntakerfinu er besta leiðin til að tryggja öllum jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgir. Með öðrum orðum þá eigum við að hlúa vel að unga fólkinu okkar til að það eigi meiri möguleika á betri framtíð. Við getum notað kennslustundirnar í skólakerfinu á svo markvissari máta og náð betur til einstaklinga. Einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir, en skólakerfið er ennþá mjög svo kassalaga. Fjármálalæsi eykur jafnrétti kynjanna Samkvæmt hinum ýmsu greiningum og rannsóknum þá fara konur ekki ennþá með jafn mikinn hluta fés og karlar. Konur eru í minnihluta í framkvæmdastjórastöðum og í verulegum minnihluta í kauphöllinni. Ef stelpur fá markvissa þjálfun í að fara með eigið fé eykst jafnrétti. Ef við stuðlum að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um verðbréfamarkaðinn, sem virðist einskorðast við stráka, getum við aukið möguleika þeirra kvenna sem leggja fjármálageirann fyrir sig. Stelpur eru í meirihluta nemenda í háskóla, samt taka þær ennþá frekar lengra fæðingarorlof og sitja í minnihluta í stjórnum fyrirtækja. Einhversstaðar er þröskuldurinn og við þurfum að leita leiða til að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í skólakerfinu! Ungt fólk vill læra um peninga Þetta er borðleggjandi mál. Við heyrum unga fólkið okkar berjast hvað mest fyrir aukinni fræðslu og forvarnir innan skólakerfisins. Hlustum á unga fólkið og gefum þeim tækifæri til að hafa áhrif. Það á að taka því fagnandi þegar ný kynslóð gefur kost á sér í stjórnmálum til að hafa áhrif. Það er merki um að ungt fólk hafi trú á því að á það sé hlustað og að það geti komið í gegn breytingum á samfélaginu. Það er ekki útlit stjórnmálamanna sem skiptir máli en eina leiðin til að breyta stjórnmálunum og færa þau til nútímans er að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og ný vinnubrögð gefi kost á sér. Ég vil auka frelsi og jafnrétti í samfélaginu með því að koma fjármálalæsi markvisst inn í skólakerfið og endurskoða aðalnámskrá grunnskólanna með áskoranir samfélagsins í huga! Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar