Fyrir hverja er söngnám? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 26. maí 2021 12:01 Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun