Fimm ára fangelsisdómur yfir Gunnari Jóhanni stendur Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 22:41 Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Áfrýjunardómstóll mildaði þann dóm í fimm ár. Hæstiréttur Noregs vísaði frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni vegna drápsins á Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður hans í bænum Mehamn árið 2019. Það þýðir að fimm ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut stendur óraskaður. Áfrýjunardómstóll mildaði fangelsisdóm sem Gunnar hlaut á lægra dómstigi fyrir að verða hálfbróður sínum að bana úr þrettán árum í fimm. Saksóknari áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar í mars en Gunnar var látinn laus þar til niðurstaða hans lægi fyrir. Norski miðillinn iFinnmark segir að Hæstiréttur hafi hafnað því að taka áfrýjunina til meðferðar og því standi fimm ára refsidómurinn óhaggaður. Gunnar Jóhann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár og dregst sú vist frá dómnum sem hann hlaut. Það var í apríl 2019 sem Gunnar Jóhann læsti sig inni á heimili Gísla Þórs hálfbróður síns og beið eftir honum. Þegar Gísli kom heim kom til átaka sem lauk með því að tveimur skotum úr byssu Gunnars Jóhanns var hleypt af. Annað skotið fór í Gísla en hitt í stofuvegginn. Ástæða ágreiningsins var sú að Gísli Þór var farinn að slá sér upp með barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann hefur frá upphafi haldið því fram að um slysaskot væri að ræða og að það hafi aldrei verið ásetningur hans að bana bróður sínum. Saksóknari ákærði hann fyrir manndráp. Manndráp í Mehamn Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Áfrýjunardómstóll mildaði fangelsisdóm sem Gunnar hlaut á lægra dómstigi fyrir að verða hálfbróður sínum að bana úr þrettán árum í fimm. Saksóknari áfrýjaði þeirri niðurstöðu til Hæstaréttar í mars en Gunnar var látinn laus þar til niðurstaða hans lægi fyrir. Norski miðillinn iFinnmark segir að Hæstiréttur hafi hafnað því að taka áfrýjunina til meðferðar og því standi fimm ára refsidómurinn óhaggaður. Gunnar Jóhann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár og dregst sú vist frá dómnum sem hann hlaut. Það var í apríl 2019 sem Gunnar Jóhann læsti sig inni á heimili Gísla Þórs hálfbróður síns og beið eftir honum. Þegar Gísli kom heim kom til átaka sem lauk með því að tveimur skotum úr byssu Gunnars Jóhanns var hleypt af. Annað skotið fór í Gísla en hitt í stofuvegginn. Ástæða ágreiningsins var sú að Gísli Þór var farinn að slá sér upp með barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann hefur frá upphafi haldið því fram að um slysaskot væri að ræða og að það hafi aldrei verið ásetningur hans að bana bróður sínum. Saksóknari ákærði hann fyrir manndráp.
Manndráp í Mehamn Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira