Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 23:38 Vísindamenn NASA telja að finna megi mikla þekkingu á sólkerfinu og þróun reykistjarna. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030. Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030.
Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira