Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2021 15:04 Marek Moszczynski við aðalmeðferð málsins í byrjun maí. Vísir/Vilhelm Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, segir niðurstöðuna þá að Marek sé sýknaður af verknaðinum sem slíkum. Hann er þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum. Í kjölfarið sé niðurstaðan að dæma hann til vistunar á réttargeðdeild. „Hún er ótímabundin. Eftir atvikum má bera hana undir dómstóla, með tilefni til rýmkunar eða niðurfellingar,“ segir Stefán Karl. Aðalkrafa um ævilangt fangelsi Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari krafðist þess við aðalmeðferð málsins í maí að Marek yrði dæmdur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. Málið er sögulegt en Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem dæmdur er fyrir að bana þremur. Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Það stendur þó enn á sínum stað nágrönnum til mikils ama, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Manndráp og tilraun til manndráps Marek var ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hefði hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fóru fram á um 70 milljónir króna í bætur. Dómurinn var fjölskipaður en í honum sátu tveir embættisdómarar auk geðlæknis. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01 „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, segir niðurstöðuna þá að Marek sé sýknaður af verknaðinum sem slíkum. Hann er þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum. Í kjölfarið sé niðurstaðan að dæma hann til vistunar á réttargeðdeild. „Hún er ótímabundin. Eftir atvikum má bera hana undir dómstóla, með tilefni til rýmkunar eða niðurfellingar,“ segir Stefán Karl. Aðalkrafa um ævilangt fangelsi Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari krafðist þess við aðalmeðferð málsins í maí að Marek yrði dæmdur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. Málið er sögulegt en Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem dæmdur er fyrir að bana þremur. Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Það stendur þó enn á sínum stað nágrönnum til mikils ama, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Manndráp og tilraun til manndráps Marek var ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hefði hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fóru fram á um 70 milljónir króna í bætur. Dómurinn var fjölskipaður en í honum sátu tveir embættisdómarar auk geðlæknis.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01 „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01
„Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01
Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10