Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 13:14 Lögregla hefur elst við Anton Kristinn í langan tíma. Hann sætir nú ákæru fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu. Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs Finnbogasonar, lögmanns Antons Kristins. Niðurfellingarbréf hafi borist frá lögreglu til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. „Ég er að undirbúa bótamál gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu,“ segir Steinbergur. Hann segir lögreglu hafa lengi haft upplýsingar um að Anton Kristinn tengdist morðinu ekkert. Það hafi legið fyrir þegar blásið var til fréttamannafundar vegna málsins. Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa ráðið Armando Beqirai bana þann 13. febrúar og raunar lagt áherslu á að hann hafi verið einn að verki. Þrír aðrir eru ákærðir en þeir neituðu aðild að málinu við þingfestingu þess á dögunum. Þeirra á meðal karlmaður sem ók Angjelin í Rauðagerði og með hann á brott í kjölfarið. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Endurtekið fengið bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem lýst hefur verið sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur þó aðeins einu sinni fengið fangelsisdóm í þyngri kantinum og oftar en einu sinni sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til dóma. Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs kom fram að Anton Kristinn var um tíma uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókninni var rætt við fjölmarga rannsóknarlögreglumenn og settu sumir stórt spurningamerki við hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Efuðust þeir um heilindi lögreglufulltrúans. Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu þó ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður og fékk lögreglufulltrúinn miskabætur frá ríkinu. Kókaín og rafstuðbyssur Það var mánudaginn 11. mars árið 2019 sem lögregla mætti á heimili Antons Kristins í Frjóakri í Garðabæ. Allir fimm voru á heimili Antons Kristins að því er segir í ákærunni. Anton og annar karlmaður eru ákærðir fyrir vopnalagabrot en lögregla fann og lagði hald á þrjár rafstuðbyssur á heimilinu. Þá er Anton ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa 0,73 grömm af kókaíni sem þeir voru að neyta þegar lögregla mætti í húsleitina, að því er segir í ákæru. Þá eru Anton og 44 ára karlmaður ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 34 grömm af kókaíni og rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Steinbergur segir að 44 ára karlmaðurinn hafi þegar játað að hafa átt grömmin 34 af kókaíni. Stærstan hluta málsins hafi aðrir játað. Anton Kristinn neiti sök í því litla sem eftir standi. Húsið í Hauganesi á Arnarnesinu sem Anton Kristinn er með í byggingu.Vísir/Vilhelm Anton Kristinn er fluttur úr Frjóakri en hann seldi húsið, sem er 700 fermetrar, fyrir 360 milljónir króna. Hann fer þó ekki langt en hann er með einbýlishús á Arnarnesinu í byggingu.
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Dómsmál Garðabær Fíkniefnabrot Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira