Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:01 Flugvélunum var flogið í oddaflugi yfir gosstöðvarnar. Þráinn Kolbeinsson Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni. Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Þrátt fyrir hálf hráslagalegt veður undanfarna daga lét sólin loks sjá sig þegar flugkennarar í nýsameinuðum Flugakademíu Íslands hittust á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöld til að fagna fyrstu útskrift úr nýsameinuðum skóla við Flugskóla Íslands. „Þetta voru 32 sem útskrifuðust 11. júní síðastliðinn. Það er talsverð fækkun síðan í fyrra, þá voru 84 sem útskrifuðust og árið 2020 var erfitt flugkennslu. Hún var bönnuð stóran hluta ársins og við gátum ekki flogið og kennt, það hafði sitt að segja,“ segir Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Eldgosið virðist hins vegar vakið áhuga á flugnámi, bæði hérlendis og erlendis og Kári er bjartsýnn á að hægt verði að útskrifa stærri hóp að þremur árum liðnum. Áfanganum var fagnað með svokölluðu oddaflugi, þegar sex vélum var flogið í tígli frá Reykjavík til Keflavíkur og þaðan að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kári og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, fóru í broddi fylkingar eftir að hafa skipulagt flugferðina í þaula. Og það borgaði sig svo sannarlega því útsýnið var stórbrotið. Vísir/Egill Aðalsteinsson „Mér finnst frábært að fljúga yfir gosið,“ segir Kári. „Það er kannski ekki gaman að fljúga beint yfir það því þá hristist maður allur og skelfur út af hitauppstreymi en í kringum það er alveg frábært. Eins og að horfa ofan í helvíti,“ segir hann. Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, tekur undir og bætir við að enginn annar hafi flogið í fylkingaflugi yfir eldgosið. „Ekki svo ég viti til. En það er skemmtilegt að gera eitthvað nýtt,“ segir Davíð. Hann segir að skipulagning skipti miklu máli í samflugi en að hún sé þó ekkert sérstaklega flókin í framkvæmd. „Áhafnir í hverri einustu vél þurfa bara að tala sig vel saman, hvar hver á að vera og um undankomuleiðir ef á þyrfti að halda.“ Flugmennirnir í vélunum sex voru allir sammála um að flugið hafi verði stórkostlegt. „Þetta var mjög skemmtilegt. Maður verður eins og lítill strákur svolítið,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira