Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 15:46 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30