Bjarni gefur ríku fólki 30 milljarða Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. júní 2021 11:16 Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. Það hefði verið hægt á einum degi að selja níu sinnum 1/3 af Íslandsbanka á þessu verði, þrjá Íslandsbanka eða eins og allt íslenska bankakerfið. Það hefði mátt selja það allt á einum degi. Afslátturinn var svo gríðarlegur. Líklega er salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans. Þessi viðbrögð, þessi gríðarlega eftirspurn eftir hlutabréfum með risa-afslætti, sýna að verðið var miklu lægra en sá 20% afsláttur sem birtist fyrsta daginn. Þá seldu um 8% þeirra sem höfðu fengið bréf í útboðinu og kössuðu inn, eins og sagt er, tæplega 900 m.kr. Einhver hafa kannski sent Bjarna blóm á eftir. Þessi mikli vilji að sækja gjöfina sína strax hefur haldið aftur af enn meiri hækkunum á bréfunum. Á næstu dögum og vikum mun verðið stíga upp, ekki of hratt, því þau sem stjórna markaðinum vilja komast hjá gagnrýni á söluna og passa að verðið rjúki ekki of bratt upp. Ef við miðum við verðið á Arionbanka þá má reikna með að raunverulegt virði hlutabréfa í Íslandsbanka sé um 121 en ekki 79 eins og það var í útboðinu. Mismunurinn á verðinu sem 1/3 hluti bankans fór á og markaðsvirði Arion er um 30 milljarðar króna. Það er styrkur ríkisstjórnarinnar til hinna efnameiri. Hverjir fengu milljarða á silfurfati? En hverjir fengu gjöfina? Um 1/4 fór til lífeyrissjóða, sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni. Reikna má með að megnið af þessum bréfum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, það varð raunin þegar sambærilegir brasksjóðir seldu hluti sína í Arion. Um 15.000 m.kr. af gjöfinni munu síðan renna til þess að auka enn við auð þeirra sem auðgast hafa mest á Íslandi í eignabólu síðustu missera, þegar hlutabréf hafa hækkað um meira en 50% og húsnæði bráðum um allt að 40%. Um þetta snerist þessi efnahagsaðgerð, að selja Íslandsbanka með miklum afslætti. Markmiðið var að koma eignum almennings til þeirra sem eiga miklar eignir fyrir og þeirra sem ætla að auðgast enn frekar á braski með þær. Þótt hvaða fáviti sem er hefði getað sagt Bjarna Benediktssyni að löng röð myndist þegar þú ert að gefa fólki peninga og það yrði ekkert vandamál að selja bréfin með um 50% afslætti, þá greiddi hann eftir sem áður Citigroup, J.P. Morgan, Barclays Bank, Fossum mörkuðum, Landsbankanum, Kviku, Arion og fleirum feitar þóknanir fyrir ráðgjöf og umsjón með sölu bréfanna, einhvers staðar á bilinu 1500-2500 m.kr. Bjarni gjafmildur á eignir almennings Bjarni hafði því í höndunum eign upp á um 85 milljarða. Borgaði bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé. Við getum ímyndað okkur að við ættum íbúð í sameiningu og myndum fela Bjarna að selja hana. Hann borgaði þeim sem ætluðu sér að hagnast af viðskiptunum 2 m.kr. í ráðgjöf og seldi íbúðina síðan á 55 m.kr. Við fengjum 53 m.kr. nettó fyrir eignina. Daginn eftir sæjum við að eignin væri metin á 66 m.kr. Í sumar eða haust mun hún ganga kaupum og sölum fyrir um 85 m.kr. Mynduð þið fela þessum Bjarna sölu á fleiri eignum ykkar? En hvers vegna gerir Bjarni þetta, gefur efnafólki og bröskurum almannaeigur? Það er vegna þess að það er stefna ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annara áróðurstækja auðvaldsins, sem fjarstýra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að flytja eignir, auðlindir, völd og fé frá almenningi til hinna auðugu og valdamiklu. Ólígarkismi og klíkuveldi Þetta fólk vinnur við að verja linnulaust rán hinna ríku. Valdarán, þar sem völd eru flutt frá hinum lýðræðislega vettvangi þar sem hver hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Auðlindarán, þar sem auðlindir almennings eru fluttar til hinna ríku og valdamiklu. Og rán á eignum og fjármunum almennings, þar sem hinum auðugu eru gefnir peningar, eignir og verðmæti fjöldans. Samhliða þessu er sá sameiginlegi rekstur sem almenningur byggði upp fluttur til hinna auðugu með einkavæðingu og útvistun almennaþjónustu og grunninnviða samfélagsins. Svona þjóðskipulag er kallað óligarkismi, þar sem fámenn klíka kemst yfir auðlindir og eignir almennings og notar afl þeirra til að beygja ríkisvaldið undir sig svo það þjónar aðeins hagsmunum þeirra sjálfra. Það má kalla þetta klíkuveldi en réttnefni væri þjófræði, samfélag þar sem þjófarnir hafa tekið völdin. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var níu sinnum meiri eftirspurn eftir hlutabréfum í Íslandsbanka en í boði var. Ástæðan var auðvitað að hlutabréfin voru seld á fráleitu verði. Það hefði verið hægt á einum degi að selja níu sinnum 1/3 af Íslandsbanka á þessu verði, þrjá Íslandsbanka eða eins og allt íslenska bankakerfið. Það hefði mátt selja það allt á einum degi. Afslátturinn var svo gríðarlegur. Líklega er salan á Íslandsbanka stærsta útsala Íslandssögunnar. Allir sem áttu milljón eða gátu slegið lán upp á milljón eða meira mættu í röðina þegar Bjarni Benediktsson seldi hluti í Íslandsbanka á hálfvirði. Þegar Bjarni deildi út eignum sem við áttum öll sameiginlega til hinna efnameiri, gaf hinum fáu eignir fjöldans. Þessi viðbrögð, þessi gríðarlega eftirspurn eftir hlutabréfum með risa-afslætti, sýna að verðið var miklu lægra en sá 20% afsláttur sem birtist fyrsta daginn. Þá seldu um 8% þeirra sem höfðu fengið bréf í útboðinu og kössuðu inn, eins og sagt er, tæplega 900 m.kr. Einhver hafa kannski sent Bjarna blóm á eftir. Þessi mikli vilji að sækja gjöfina sína strax hefur haldið aftur af enn meiri hækkunum á bréfunum. Á næstu dögum og vikum mun verðið stíga upp, ekki of hratt, því þau sem stjórna markaðinum vilja komast hjá gagnrýni á söluna og passa að verðið rjúki ekki of bratt upp. Ef við miðum við verðið á Arionbanka þá má reikna með að raunverulegt virði hlutabréfa í Íslandsbanka sé um 121 en ekki 79 eins og það var í útboðinu. Mismunurinn á verðinu sem 1/3 hluti bankans fór á og markaðsvirði Arion er um 30 milljarðar króna. Það er styrkur ríkisstjórnarinnar til hinna efnameiri. Hverjir fengu milljarða á silfurfati? En hverjir fengu gjöfina? Um 1/4 fór til lífeyrissjóða, sem fengu því um 7500 m.kr. að gjöf og annað eins fór til útlendra brasksjóða, sem munu á næstu vikum selja sína hluti til einstaklinga og annarra fjárfestingarsjóða og kassa inn, eins og sagt er, 7500 m.kr. gjöf frá íslenskum almenningi með kveðju frá ríkisstjórninni. Reikna má með að megnið af þessum bréfum endi hjá íslenskum fjármagnseigendum, það varð raunin þegar sambærilegir brasksjóðir seldu hluti sína í Arion. Um 15.000 m.kr. af gjöfinni munu síðan renna til þess að auka enn við auð þeirra sem auðgast hafa mest á Íslandi í eignabólu síðustu missera, þegar hlutabréf hafa hækkað um meira en 50% og húsnæði bráðum um allt að 40%. Um þetta snerist þessi efnahagsaðgerð, að selja Íslandsbanka með miklum afslætti. Markmiðið var að koma eignum almennings til þeirra sem eiga miklar eignir fyrir og þeirra sem ætla að auðgast enn frekar á braski með þær. Þótt hvaða fáviti sem er hefði getað sagt Bjarna Benediktssyni að löng röð myndist þegar þú ert að gefa fólki peninga og það yrði ekkert vandamál að selja bréfin með um 50% afslætti, þá greiddi hann eftir sem áður Citigroup, J.P. Morgan, Barclays Bank, Fossum mörkuðum, Landsbankanum, Kviku, Arion og fleirum feitar þóknanir fyrir ráðgjöf og umsjón með sölu bréfanna, einhvers staðar á bilinu 1500-2500 m.kr. Bjarni gjafmildur á eignir almennings Bjarni hafði því í höndunum eign upp á um 85 milljarða. Borgaði bröskurum 2 milljarða til að ráðleggja sér að selja hana á útsölu fyrir 55 milljarða og fékk því á endanum um 53 milljarða fyrir eignina; gaf efnafólki, lífeyrissjóðum og bröskurum um 32 milljarða af almannafé. Við getum ímyndað okkur að við ættum íbúð í sameiningu og myndum fela Bjarna að selja hana. Hann borgaði þeim sem ætluðu sér að hagnast af viðskiptunum 2 m.kr. í ráðgjöf og seldi íbúðina síðan á 55 m.kr. Við fengjum 53 m.kr. nettó fyrir eignina. Daginn eftir sæjum við að eignin væri metin á 66 m.kr. Í sumar eða haust mun hún ganga kaupum og sölum fyrir um 85 m.kr. Mynduð þið fela þessum Bjarna sölu á fleiri eignum ykkar? En hvers vegna gerir Bjarni þetta, gefur efnafólki og bröskurum almannaeigur? Það er vegna þess að það er stefna ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annara áróðurstækja auðvaldsins, sem fjarstýra ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, að flytja eignir, auðlindir, völd og fé frá almenningi til hinna auðugu og valdamiklu. Ólígarkismi og klíkuveldi Þetta fólk vinnur við að verja linnulaust rán hinna ríku. Valdarán, þar sem völd eru flutt frá hinum lýðræðislega vettvangi þar sem hver hefur eitt atkvæði út á hinn svokallaða markað þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og hin ríku ráða öllu. Auðlindarán, þar sem auðlindir almennings eru fluttar til hinna ríku og valdamiklu. Og rán á eignum og fjármunum almennings, þar sem hinum auðugu eru gefnir peningar, eignir og verðmæti fjöldans. Samhliða þessu er sá sameiginlegi rekstur sem almenningur byggði upp fluttur til hinna auðugu með einkavæðingu og útvistun almennaþjónustu og grunninnviða samfélagsins. Svona þjóðskipulag er kallað óligarkismi, þar sem fámenn klíka kemst yfir auðlindir og eignir almennings og notar afl þeirra til að beygja ríkisvaldið undir sig svo það þjónar aðeins hagsmunum þeirra sjálfra. Það má kalla þetta klíkuveldi en réttnefni væri þjófræði, samfélag þar sem þjófarnir hafa tekið völdin. Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun