Vonast til að kvenkyns leikmenn verði jákvæðari út í kvendómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 11:31 Kvendómurum er alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir fótboltann. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands er í herferð að fjölga konum í hreyfingunni og þá sérstaklega konum sem eru í öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni en að vera leikmenn. KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira