Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 08:14 Ulf Kristersson er formaður hæstriflokksins Moderaterna. EPA Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Kristerssons klukkan átta í morgun. Það er nú undir Norlén komið að ákveða næstu skref, en líklegt má telja að hann muni nú veita Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Norlén veitti Kristersson þrjá daga til að kanna grundvöll fyrir nýja stjórn, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist hafa kannað grundvöll fyrir nýja ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta. Kristersson sagði ljóst að ekki væri nægur þingstyrkur fyrir hendi til að slík stjórn gæti tekið við. Því væri rétt að skila umboðinu, en hann sagði þó ljóst að samhjómur væri milli þessara flokka á mörgum sviðum. Fjórar tilraunir áður en boðað verður til kosninga Norlén sagði á fréttamannafundi sínum fyrr í vikunni að nauðsynlegt væri stjórnarmyndun tæki styttri tíma en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Hann getur fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Anders Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar.EPA Húsnæðismál urðu stjórn Löfvens að falli Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð. Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi Kristerssons klukkan átta í morgun. Það er nú undir Norlén komið að ákveða næstu skref, en líklegt má telja að hann muni nú veita Stefan Löfven, formanni Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Norlén veitti Kristersson þrjá daga til að kanna grundvöll fyrir nýja stjórn, en sá frestur hefði runnið út á morgun. Kristersson sagðist hafa kannað grundvöll fyrir nýja ríkisstjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata, sem myndi njóta stuðnings Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Saman eru þessir flokkar með 174 þingmenn, en 175 þarf til að vera með meirihluta. Kristersson sagði ljóst að ekki væri nægur þingstyrkur fyrir hendi til að slík stjórn gæti tekið við. Því væri rétt að skila umboðinu, en hann sagði þó ljóst að samhjómur væri milli þessara flokka á mörgum sviðum. Fjórar tilraunir áður en boðað verður til kosninga Norlén sagði á fréttamannafundi sínum fyrr í vikunni að nauðsynlegt væri stjórnarmyndun tæki styttri tíma en eftir kosningarnar 2018 þegar fjóra mánuði tók að ná saman um nýja stjórn. Hann getur fjórum sinnum veitt formönnum flokka umboð til stjórnarmyndunar, en takist ekki að mynda starfhæfa stjórn eftir það þarf lögum samkvæmt að boða til aukakosninga. Fari svo að boðað verði til aukakosninga þurfa þær að fara fram innan þriggja mánaða. Það breytir því þó ekki að kosningar munu engu að síður fara fram í september 2022 líkt og áður var áætlað. Aukakosningar hafa þannig ekki áhrif á að þingkosningar fari fram í landinu á fjögurra ára fresti, en kerfið hefur leitt til þess að afar fátítt er að boðað sé til aukakosninga í landinu. Slíkar kosningar fóru síðast fram árið 1958. Anders Norlén er forseti sænska þingsins og gegnir sem slíkur lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórnar.EPA Húsnæðismál urðu stjórn Löfvens að falli Fráfarandi stjórn Löfvens var einnig minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, sem Miðflokkurinn og Frjálslyndir vörðu vantrausti. Stjórnin var þó einnig háð því að Vinstriflokkurinn myndi verja hana vantrausti. Vinstriflokkurinn ákvað þó að greiða atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á mánudaginn í síðustu viku vegna ákvörðunar stjórnar Löfvens um að afnema leiguþak á nýju húsnæði. Löfven verður starfandi forsætisráðherra þar til ný stjórn verður mynduð.
Svíþjóð Tengdar fréttir Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. 29. júní 2021 14:41
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. 30. júní 2021 10:03
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“