Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 11:53 Myndin var tekin í Leifsstöð í morgun. vísir/atli Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent