Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júlí 2021 11:53 Myndin var tekin í Leifsstöð í morgun. vísir/atli Langar raðir mynduðust við innritunarborð Leifsstöðvar í morgun og varð seinkun á öllu morgunflugi frá vellinum. Svo langar innritunarraðir hafa ekki sést lengi á vellinum, bæði vegna heimsfaraldursins en einnig vegna þess að við ástandið í dag er ekki hægt að nota sjálfsinnritunarvélar, sem var komið fyrir á vellinum fyrir örfáum árum. Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að nota þær vélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða að framvísa til komast til útlanda. Metfjöldi véla Fjöldi þeirra sem fara í gegn um flugvöllinn hefur farið sívaxandi með hverjum deginum og er gert ráð fyrir að um 13 til 14 þúsund manns fari í gegn um flugstöðina í dag, ýmist á leið inn eða út úr landinu. Samtals hafa 23 vélar flogið frá landinu í hádeginu í dag og má ætla að fjöldi Íslendinga sé í þessum töluðu orðum á miðri leið í langþráð sumarfrí. Alls fljúga 46 vélar frá landinu í dag og hafa fleiri vélar ekki farið frá landinu á einum sólarhring frá því fyrir heimsfaraldurinn. Fjöldi farþega óx hraðar en reiknað var með Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir umferð á flugvellinum hafa verið fljóta að taka við sér eftir faraldurinn: „Það hefur orðið gríðarleg aukning á fjölda farþega, bæði þeirra sem eru að koma til landsins og þeirra sem eru að fara frá landinu, núna á síðastliðnum tveimur mánuðum. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Ég held að þetta hafi vaxið mun hraðar en menn höfðu reiknað með og við sjáum það þegar líður fram á árið að mögulega förum við að nálgast tölur á komufarþegum nálægt því sem var 2019,“ segir Arngrímur í samtali við Vísi. Sólþyrstir Íslendingar Hann segir greinilegt að ferðavilji Íslendinga sé mikill: „Íslendingarnir eru orðnir mjög sólþyrstir. Við sjáum að flest flug til þessara suðrænu landa eru full af Íslendingum og við sjáum að Íslendingar eru líka farnir að ferðast meira milli landa í kring um okkur, til Skandinavíu og Evrópu.“ Því hafa myndast langar raðir við innritunarborðin síðustu daga. En það eru fleiri skýringar á þeim: „Þetta kemur til vegna þess að í flestöllum löndunum í kring um okkur þá eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru að koma til landsins,“ segir Arngrímur. „Flugfélögin hérna á flugvellinum þau þurfa að staðfesta þessi gögn sem farþegarnir eru með svo þeir megi halda áfram og það seinkar að sjálfsögðu aðeins þeim tíma sem tekur að innrita farþega og gerir það líka að verkum að það er ekki hægt að nýta þennan sjálfvirka innritunarbúnað þar sem farþegar geta afgreitt sig sjálfir í á flugvellinum.“ Hann gerir ráð fyrir að álag á starfsfólk vallarins fari vaxandi á næstu vikum og býst við að farþegafjöldinn gæti náð sér aftur í svipaðar hæðir á þessu ári og þekktust fyrir heimsfaraldurinn.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira