Innlent

Greindist með veiruna eftir leik á ReyCup í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reycup er haldið í Laugardalnum. Mótið var sett í gær og stendur yfir næstu daga.
Reycup er haldið í Laugardalnum. Mótið var sett í gær og stendur yfir næstu daga. Vísir/Vilhelm

Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví.

Gunnhildur Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Rey cup segir í samtali við Vísi að sá smitaði hafi aðeins keppt í einum leik á mótinu. Hann hafi ekki mætt á neina viðburði eða komið inn í aðstöðu á vegum mótsins; aðeins verið á einum velli í þessum eina leik í dag.

Þá segir hún að grunur um smit hafi vaknað strax. Liðsfélagar þess smitaða hafi verið sendir heim og séu komnir í sóttkví. Mótherjar liðsins hafi svo einnig verið sendir í sóttkví. Hvorugt liðanna hafi nýtt sér gistingu eða verið í mat á mótinu og vel passað upp á hólfaskiptingu.

Tekið sé á málinu í nánu samstarfi við almannavarnir og eins og staðan er núna sé ekki gert ráð fyrir að smitið hafi áhrif á framgang mótsins á morgun. „Við biðlum til fólks að passa upp á persónulegar sóttvarnir,“ segir Gunnhildur.

Þátttakendur á Rey cup eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu daga. Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki bólusett gegn kórónuveirunni og lítill hluti þátttakenda mótsins hefur því fengið bólusetningu.


Tengdar fréttir

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×