Hinsegin eldri borgarar mættir á svæðið með stolti! Viðar Eggertsson skrifar 3. ágúst 2021 21:28 Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Hinsegin Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Viðar Eggertsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun