Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 15:27 Steinþór Helgi er einn Röntgen-manna. Vísir/Vilhelm Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. Í tillögum sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag hér innanlands er kveðið á um að opið skuli á veitingastöðum, krám og skemmtistöðum ekki lengur en til 23 á kvöldin. Sóttvarnalæknir vill að þessar aðgerðir verði við líði „þar til faraldurinn er um garð genginn,“ sem hann hefur sagt að hann telji geta tekið nokkra mánuði ef ekki nokkur ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að þessar framtíðartillögur Þórólfs Guðnasonar séu ólíkar fyrri tillögum, enda séu þær ekki endilega til þess fallnar að verða að reglugerð til lengri tíma, heldur séu þær einfaldlega innlegg hans í umræðuna á þessari stundu. Sjá meira: „Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina“ „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn, en þetta er ekki búið,“ sagði Þórólfur þegar allir héldu að þetta væri búið.Vísir/Arnar Engu að síður er það svo að drjúgur meiri hluti allra tillagna sem Þórólfur Guðnason hefur sett fram í faraldrinum hefur ráðherra gert að sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda barsins Röntgen á Hverfisgötu, segir þessar hugmyndir algerlega á skjön við þau skilaboð að við séum að komast í eðlilegt horf og að við stefnum á að lifa með þessum faraldri. „Þetta er náttúrulega bara alveg hræðilegt. Með þessu er ekki heldur verið að leysa neinn vanda, þetta lítur vel út á minnisblaði en þegar út er komið held ég að fólk muni ekki láta bjóða sér þetta. Það verður erill á götum úti og í heimapartíum, og er þá ekki betra að vera með fólk á skráðum stöðum með eftirliti og dyravörðum?“ spyr Steinþór. Snýst ekki um að djamma af sér rassgatið Steinþór segir ljóst að þessar hugmyndir hafi í för með sér algeran rekstrarlegan forsendubrest fyrir fjölda aðila í skemmtanalífi, svo og listamenn. Það sé enda alls ekki svo að allir tónlistarmenn geti til dæmis haft í sig og á með því að halda sitjandi tónleika með grímum. Fyrst og fremst er þetta undarleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum að mati Steinþórs. „Mér finnst þetta lýsa fordómum gagnvart ungu fólki. Það er gersamlega verið að hafa af því frelsið og mikilvæg mótunarár. Það gengur ekki að tala eins og þetta snúist bara um djamm, eitthvað brjálað djamm. Þetta snýst um að fólk geti farið út, átt samræður við vini sína og létt aðeins á sér. Það kallast ekkert að djamma af sér rassgatið, heldur bara eðlilegt félagslíf,“ segir Steinþór. Ef þetta nær fram að ganga eru forsendur alls konar rekstrar einfaldlega brostnar: „Þetta er tekjuskerðing upp á tugi prósenta hjá mörgum og er auðvitað bara reiðarslag fyrir ákveðna skemmtikrafta og ákveðna tegund af börum. Í rauninni bara dauðadómur.“ Vonarglætu um kraftmikla kafla í skemmtanalífinu á komandi tímum er þrátt fyrir þetta allt að finna í minnisblaði Þórólfs, nefnilega í hugmyndum hans um að leyfa fjölmenna viðburði að því tilskildu að þátttakendur fari í sýnatöku áður en þeir mæti. Fyrirmynd er fyrir slíkum veisluhöldum í Danmörku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Í tillögum sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag hér innanlands er kveðið á um að opið skuli á veitingastöðum, krám og skemmtistöðum ekki lengur en til 23 á kvöldin. Sóttvarnalæknir vill að þessar aðgerðir verði við líði „þar til faraldurinn er um garð genginn,“ sem hann hefur sagt að hann telji geta tekið nokkra mánuði ef ekki nokkur ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að þessar framtíðartillögur Þórólfs Guðnasonar séu ólíkar fyrri tillögum, enda séu þær ekki endilega til þess fallnar að verða að reglugerð til lengri tíma, heldur séu þær einfaldlega innlegg hans í umræðuna á þessari stundu. Sjá meira: „Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina“ „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn, en þetta er ekki búið,“ sagði Þórólfur þegar allir héldu að þetta væri búið.Vísir/Arnar Engu að síður er það svo að drjúgur meiri hluti allra tillagna sem Þórólfur Guðnason hefur sett fram í faraldrinum hefur ráðherra gert að sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda barsins Röntgen á Hverfisgötu, segir þessar hugmyndir algerlega á skjön við þau skilaboð að við séum að komast í eðlilegt horf og að við stefnum á að lifa með þessum faraldri. „Þetta er náttúrulega bara alveg hræðilegt. Með þessu er ekki heldur verið að leysa neinn vanda, þetta lítur vel út á minnisblaði en þegar út er komið held ég að fólk muni ekki láta bjóða sér þetta. Það verður erill á götum úti og í heimapartíum, og er þá ekki betra að vera með fólk á skráðum stöðum með eftirliti og dyravörðum?“ spyr Steinþór. Snýst ekki um að djamma af sér rassgatið Steinþór segir ljóst að þessar hugmyndir hafi í för með sér algeran rekstrarlegan forsendubrest fyrir fjölda aðila í skemmtanalífi, svo og listamenn. Það sé enda alls ekki svo að allir tónlistarmenn geti til dæmis haft í sig og á með því að halda sitjandi tónleika með grímum. Fyrst og fremst er þetta undarleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum að mati Steinþórs. „Mér finnst þetta lýsa fordómum gagnvart ungu fólki. Það er gersamlega verið að hafa af því frelsið og mikilvæg mótunarár. Það gengur ekki að tala eins og þetta snúist bara um djamm, eitthvað brjálað djamm. Þetta snýst um að fólk geti farið út, átt samræður við vini sína og létt aðeins á sér. Það kallast ekkert að djamma af sér rassgatið, heldur bara eðlilegt félagslíf,“ segir Steinþór. Ef þetta nær fram að ganga eru forsendur alls konar rekstrar einfaldlega brostnar: „Þetta er tekjuskerðing upp á tugi prósenta hjá mörgum og er auðvitað bara reiðarslag fyrir ákveðna skemmtikrafta og ákveðna tegund af börum. Í rauninni bara dauðadómur.“ Vonarglætu um kraftmikla kafla í skemmtanalífinu á komandi tímum er þrátt fyrir þetta allt að finna í minnisblaði Þórólfs, nefnilega í hugmyndum hans um að leyfa fjölmenna viðburði að því tilskildu að þátttakendur fari í sýnatöku áður en þeir mæti. Fyrirmynd er fyrir slíkum veisluhöldum í Danmörku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira