Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2021 11:00 Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi. Málefni skólans hafa verið fyrirferðarmikil enda með alvarlegri myglumálum sem upp hafa komið á síðari árum. Nú eru börn og kennarar skólans aftur á hrakhólum vegna alvarlegrar myglu sem fannst í Fossvogsskóla, það alvarlegri að rýma varð allan skólann í annað sinn á þrem árum. Myglan fannst þrátt fyrir að farið hefði verið að sögn Reykjavíkurborgar í ítarlegar lagfæringar. Nemendur og starfsfólk hafa því gengið í gegnum mikla hrakninga sem ekki sér fyrir endann á. Kennsla á klósettganginum Það hefur verið ljóst í fjóra mánuði að ekki yrði kennt í húsnæði Fossvogsskóla á komandi skólavetri. Það er því með öllu óskiljanlegt að ekki hafi verið brugðist strax við og fundið hentugt húsnæði fyrir alla nemendur skólans. Ákveðið var að kaupa færanlegar kennslustofur fyrir 1. til 4. bekk sem setja á upp á lóð skólans, það er góð lausn á meðan er verið að gera upp húsnæðið. Þær stofur eru þó ekki tilbúnar strax og hefur það legið ljóst fyrir í töluverðan tíma. Á meðan virðist ekki mikið hafa verið gert til þess að koma þeim börnum sem eiga að stunda nám í þessum færanlegu stofum fyrir í öðru húsnæði á meðan beðið er eftir því að þær verði tilbúnar. Foreldrum var tilkynnt í gær að kennsla nemenda í 2. til 4. bekk eiga að vera í kjallarahúsnæði í Víkingsheimilinu þar til færanlegar stofur verði tilbúnar á lóð skólans. Neðri hæð Víkingsheimilisins hentar engan vegin til kennslu og er ótrúlegt að setja eigi nemendur og starfsfólk í þetta rými. Börnin í 2. og 3. bekk sem eru um 90 eiga að deila rými í kjallaranum á Víkingsheimilinu, rými sem er mjög óvistlegt niðurgrafið rými. Það er tengibygging sem er kölluð klósettgangur og þar eiga börn og kennarar að una glöð og sæl við sitt. Það er algerlega óboðlegt fyrir börn og kennara að vera við þessar aðstæður og ætla má að Vinnueftirlitið eða Heilbrigðiseftirlitið gefi ekki grænt ljós á þessar aðstæður og stoppi Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi í Fossvogsskóla á þessum þremur árum. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráðs sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki við fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í máli Fossvogsskóla hefur Reykjavíkurborg brugðist nemendum og starfsfólki skólans sem nú er dreift út um alla borg í mis hentugu húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun