Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er gefið upp hvenær atvikið átti sér stað.
Tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna líkamsárásar í Garðabæ. Þar var einnig tilkynnt um slagsmál og eignaspjöll en ró var komin á mannskapinn þegar laganna verðir mættu á staðinn. Að sögn lögreglu voru upplýsingar teknar niður og gengu allir sína leið að því loknu.
Sviptur ökuréttindum
Sautján ára ökumaður var stöðvaður í Ártúnsbrekku eftir að hafa verið mældur á 158 kílómetra hraða og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Þá var tilkynnt um bílveltu í Kópavogi. Er ökumaður sagður eitthvað lemstraður eftir veltuna og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Að sögn lögreglu var hann án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna.
Ekið var á ljósastaur í Háaleitis- og bústaðahverfi. Minniháttar meiðsli á ökumanni en bifreiðin var óökufær eftir óhappið og hún flutt á brott með kranabifreið.
Í dagbók lögreglu er greint frá tveimur atvikum þar sem einstaklingur féll á hlaupahjóli og fékk áverka á höfði. Báðir aðilar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið.
Þá hafði lögregla afskipti af minnst þremur ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum.